Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 63

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 63
minn og félaga, á þilfarinu. Ég hljóp heim grátandi og sagði fréttirnar. Bað ég nú föður minn að fara um borð í skútuna og sækja hvolpinn. Hann var fremur tregur til en fyrir grátbeiðni •tiína lét hann tilleiðast, tók bát sinn °g reri um borð í skútuna. Ég stóð á 'tielnum og fylgdist með því sem fram fór. Ég sá föður minn fara um borð og Þar tóku á móti honum nokkrir menn sem fljótlega hurfu undir þiljur ásamt honum. Mér leiddist að standa þarna á rnelnum og fór heim til bæjar með þá góðu von í brjósti að faðir minn kæmi ■neð Penna minn í land. En þarna urðu mikil og sár von- brigði. í stað þess að koma með vininn minn, hann Penna litla, kom hann með fullan hálftunnupoka af Frakka- brauði sem voru harðar, þykkar, kringlóttar kökur, að vísu bragðgóðar því að í þeim var gott hveitimjöl en ósætar. Þetta höfðu þeir látið hann hafa, ásamt tveimur færisstrengjum, nokkrum fiskiönglum og stórri blý- sökku. Þetta var borgunin fyrir að fá að halda hundinum sem þeir höfðu stolið nóttina áður. Ég grét beisklega og vildi ekki líta við brauðinu af því að ég taldi það blóðpening fyrir vin minn, hann Penna, sem ég sá aldrei síðan. Aðrir sem lítið eða ekkert tillit tóku til tilfinninga minna töldu föður minn bara hafa fengið gott verð fyrir hvolp- inn. Skútan var sigld sinn sjó og ekkert varð aftur tekið. Ég fór út á tún og skældi lengi á milli þúfna þar til ég sofnaði. Föður mínum hafði gengið fremur illa að tala við Fransmennina en hann átti einkum tal við skipstjórann. Sá karl var nú ekki í fyrsta sinn við ísland og hafði því á takteinum nokkur orð í íslensku að vísu afbökuð en þó skiljan- leg. Hann gat því látið föður minn skilja til hvers þeir vildu hafa hunda um borð í skútunum. Þegar þeir fisk- uðu á djúpu vatni sem oftast var losn- uðu stórir fiskar oft af öngli en voru þá komnir með svo mikið loft í sundmag- ann að þeir flutu upp á yfirborð. Þeir kenndu hundunum að sækja þessa fiska og draga þá að skipshlið þar sem þeir voru innbyrtir og hundurinn lát- inn synda inn í sveig eða stroffu sem hann var innbyrtur með. Ég er samt helst á því að mestu hafi um ráðið að þeir fengu þarna leikfélaga. En sjálf- sagt hafa þessir frönsku menn orðið að lóga hundinum um haustið því að frönsk lög bönnuðu innflutning á lif- andi húsdýrum vegna sýkingarhættu. Úr hundleysi mínu bætti Jónas föður- urbróðir minn. Hann átti tík sem hann kallaði Flugu og fékkst hún til að fylgja mér. Undan henni fékk ég næsta vetur hvolpinn sem lenti í Gamla- bæjarlæknum undir þykka snjófönn en varð bjargað. Frá því segir í smásögu sem prentuð var í Æskunni að mig minnir 1914. Ég átti þann hund í mörg ár þar til hann var fyrir löngu orðinn ófær til þjónustunnar. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.