Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 64

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 64
VISINDAÞATTUR Veðrið og lífið Öðru hverju heyrum við í fréttunum um mikla þurrka í öðrum heimsálfum, sérstaklega í Afríku, Asíu eða Ástralíu. Það hefur rignt minna en venjulega og gróður þrífst verr en gert var ráð fyrir. Uppskeran bregst og stundum svo illilega að dýr og menn fá of lítið að borða. Þótt ekki bresti á hungursneyð verða kjörin kröpp og gera þarf ráð- stafanir til að kaupa eða fá lánað frá öðrum löndum það sem á vantar. Það verður að gera viðskiptasamninga við önnur lönd sem ekki var reiknað með í upphafi. Veðrið gerði mönnum grikk. Stundum er jafnvel uppskerubrestur hjá ríkum þjóðum í stórum löndum eins og Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum. Miklir þurrkar í Sovétríkjunum geta valdið því að kaupa þarf hveiti í Bandaríkjunum. Þannig geta banda- rískir bændur hagnast á úrkomuleysi í öðrum heimsálfum og svo fá líka þeir sem sjá um sölu og flutninga á hveitinu eitthvað fyrir snúð sinn. Þetta er dæmi um hvað þjóðirnar eru háðar veðurfarinu og kemur það helst í ljós þegar bregður út af - eins og við langvarandi þurrka. Þá er reynt að vinna upp tapið með verslun og vöruflutningum. Auðvitað þarf ekki út fyrir land- steinana til að sjá hvað maðurinn er háður veðrinu. Veðrið er sveiflukennt og yfirleitt eru menn við öllu búnir - innan vissra takmarka. Einstaka sinn- um bregður þó mikið út af eins og áður segir og þá þarf að gera neyðar- ráðstafanir. Á víðáttumiklum svæðum á jörðinni fellur alla jafna of lítil úrkoma fyrir gróður og verða þar eyðimerkur. í útjöðrum eyðimarka er gróðurfar breytilegt og alltaf hætta á að eyði- merkurnar stækki, breiðist út svo að segja. Sömuleiðis getur átt sér stað gróðureyðing af manna völdum, t.d. vegna þess að menn hafi verið of stór- tækir við skógarhögg. Uppblástur fylg- ir í kjölfarið. Sumir vísindamenn hafa áhyggjur af jörðinni. Þeim finnst margir ráða- manna vera sinnulausir og reyna að sannfæra þá um að mikil eyðilegging eigi sér stað. Þeir telja að græni litur- inn á jörðinni okkar sé að dofna og dragast saman. Nú þarf að sporna við fótum og stöðva gróðureyðingu og gegndarlaust skógarhögg. Við þessar hættur bætist mengunar- hætta sem stafar frá eitrandi efnum úr verksmiðjum iðnvæddu ríkjanna. Því miður hafa skógar í Evrópu orðið fyrir barðinu á þessum úrgangsefnum og sömuleiðis er lífríkið í ám, vötnum og sjó víða hætt komið og jafnvel liðið undir lok. Það verður framtíðarverkefni — verkefni fyrir unga fólkið - að leið- rétta óvitahátt hinna fullorðnu, þeirra sem nú ráða ferðinni. Það þarf að vernda lífsskilyrðin — í sjó og á þurru landi og þar með okkar eigin lífsskil- yrði. Stærsta skrið- dýrið í „Heimsmetabók dýranna" (Örn og Örlygur, 1985), sem Óskar Ingi- marsson þýddi, er kafli um stærstu skriðdýrin. Þar segir: „Stærst allra skriðdýra er hinn risavaxni sækrókó- díll (Crocodylus porosus). Hann verð- ur 8 metra langur eða meira og 200 kg á þyngd. Hann á heima við strendur og í árósum frá austurströnd Indlands til Filippseyja og Norður-Ástralíu. Krókódíllinn þrífst bæði í fersku og söltu vatni og vitað er að hann fer yfír 900 kílómetra á haf út. Frændi hans, Nílarkrókódíll (Croco- dylus Niloticus), er nokkru minni, en þó engin smásmíði, allt upp í 6,7 metra langur“. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.