Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1987, Qupperneq 28

Æskan - 01.04.1987, Qupperneq 28
STARFSKYNNING: ^íöbert Elí 5 ára og Putlóur, -r»a hans. Paö er go« maöur er mikið lasinn eftir aðgerö. ir, 8 tíma í senn. Hjúkrunarfræðingur, sem kemur á vakt, byrjar á því að fá skýrslu (rapport) um líðan sjúklinga og kynna sér hjúkrunarmeðferð og fyrirmæli lækna. Hver hjúkrunarfræð- ingur hefur ákveðna sjúklinga til um- sjónar og ákveður hjúkrunarmeðferð þeirra. Það má segja að starf okkar felist m.a. í almennri umönnum, svo sem að aðstoða sjúkling við hreinlæti og að matast, uppörva hann, taka til lyf og gefa honum þau, skipta á sáraumbúð- um, mæla hita, æðaslög og blóðþrýst- ing og undirbúa hann sem best undir aðgerð ef hún hefur verið fyrirhuguð. Við sinnum, t.d. á barnadeild, líkam- legum, sálrænum og félagslegum þörf- um barna. Einnig skráum við skýrslur um hjúkrunarmeðferð og líðan.“ - Mig langar næst til að spyrja þig sjálfa um hvenær þú ákvaðst að verða h j úkrunarfræðingur? „Ég var þá smástelpa. Ég man að ég bjargaði lambi úr áveituskurði og hlúði að því þegar ég var 6-7 ára. Ég minnist þess að þá hugsaði ég um hvað gæti verið gaman að verða hjúkrunar- fræðingur. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun því að starfið veitir mér mikla lífsfyllingu.“ — Kom þér eitthvað á óvart í starf- inu miðað við þá hugmynd sem þú hafðir gert þér fyrirfram? „Já, einkum það hvað það krefst mikils af manni. Stundum er maður að niðurlotum kominn þegar maður kem- ur heim að loknum vinnudegi. Við höfum í svo mörg horn að líta og þurf- um að hafa samskipti við marga á hverjum degi. Ráðamenn skilja ekki alltaf þegar rætt er um launakjör hve mikil ábyrgð fylgir starfi okkar.“ — Að síðustu: Hvað heillar þig mest í starfinu? „Tvímælalaust að sjá að starf mitt er unnið til einhvers gagns. Það hefur þann tilgang að hlúa að og hjálpa öðr- um. Það er alltaf ánægjulegt að kveðja börnin þegar þau eru að fara heim og hafa fengið bót meina sinna,“ segir Kristín Guðmundsdóttir hjúkrunar- ráðgjafi að lokum. Heiða Björg undi vel sínum hag á barna- deildinni. !£r v/ Skrítlur Tveir grísir voru að ræða heimsma in þegar hæna gekk fram hjá. — Af hverju verður þú alltaf sV°’^ hnugginn þegar þú sérð hænu? spur annar. «• — Ég fæ ekki við því gert, svaraJ hinn, en mér verður alltaf hugsa^ 1 disks með steiktu svínafleski og egg1. Kalli afhenti kennaranum miða r^ móður sinni vegna fjarveru hans skólanum daginn áður. ,9 — Hvað var að þér í gær, Ka *' spurði kennarinn. — Ég var með tannpínu. — En mamma þín skrifar að P hafi verið illt í maganum. — Æ, mér sýndist það vefl tannpína, sagði Kalli. PENNAVINIR Guðrún Rut Bjartmarsdóttir, Prestbak koti, 880 Kirkjubæjarklaustur. . . ára. Áhugamál: Límmiðar, tónlist bréfaskriftir. Svarar öllum bréfum- Bína Þorgeirsdóttir, Hólavegi 37, 30_ Siglufirði. 10-12 ára. Er 10 ára. Áhug _ mál: Diskó, sætir strákar, sund skíðaiðkun. «0 Ólöf Ágústa Erlingsdóttir, Reykjadal. Varmá. 13-16 ára. Er sjálf 14. Áh0®^ málin eru mörg og hún reynir að sV öllum bréfum. Lilja Dóra Guðmundsdóttir, Æsustöðu 270 Varmá. 13-16 ára. Er H Áhugamál: Dans, skíði, diskótek °- Svarar öllum bréfum. Hafþór Þórarinsson, Tjamarholti ?> Raufarhöfn. 8-10 ára. Er sjálfur 10 ar Áhugamál: Knattspyma, lím®1 o.m.fl. 70 Hörður Þráinsson, Grjóteyri, Kjós> Varmá. 12-13 ára. Er að verða H rf_ Áhugamál: Hestar, vélsleðar og mót0_ hjól. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef h*gr e? Þorbjörg Björnsdóttir, Baldursbrekku j? 640 Húsavík. Tvær vinkonur j13^, áhuga á að skrifast á við stráka á aldm^ um 13-15 ára. Bjögga les mikið> s handbolta, finnst körfubolti ág*tur hefur dálæti á Bon Jovi og Eurytbm1 Maja hefur áhuga á diskótekum lestri góðra bóka og hefur m1 ^ mætur á Bon Jovi og Europe. P*r báðar 13 ára. , Brynja Steingrímsdóttir, Spobjergveí',fl D-8220 Brabrand, Danmark. ** g verður 12 ára í maí og biður um aldur komi fram í fyrsta bréfi.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.