Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1987, Page 36

Æskan - 01.04.1987, Page 36
Fjöldi ljósa blikkaði. það fór hægur þytur um rjóðrið. Og svo fór geim-farið á loft. Hægt og tígulega snerist það í hringi, hækkaði flugið og sveif svo út yfir skóginn. Jói hljóp á eftir í áttina heim. Pegar heim kom var pabbi Jóa mjög æstur og sat upp á þaki með kíki í hendinni. „Sástu flugvélina sem fór hér yfir? Sú sama og hafði næstum drepið okkur um daginn. Og enn flaug hún of lágt.“ „Þetta var ekki flugvél, pabbi minn. Þetta var geim-farið hans Spúka,“ sagði Jói ósköp rólega. „Spúki, Spúki... byrjaðu nú ekki aftur.“ „Þetta geim-far stóð uppi í Stóra-Rjóðri og flýgur héðan á hnöttinn Prímus. Með því eru Spúki, mamma hans, pabbi og amma. Amma er með voðalegar neglur eins og sverð. Hún er 650 ára.“ Mamma Jóa var komin út. Hún greip óróleg fram í. „Jói minn, ertu nokkuð lasinn?“ „Þið hefðuð strax trúað mér ef ég hefði sagt ykkur að ég hefði hitt álf, dverg eða draug uppiíLitla-Rjóðri. En af því að það var geim-vera vilduð þið ekki hlusta á mig. Fullorðið fólk er svo skrítið. Það trúir bara því sem það vill trúa.“ Jói hristi höfuðið. Hann sneri við og gekk aftur út í skóginn. „Jói minn, Jói, er þetta satt?“ kallaði pabbi hans á eftir honum. Jói leit við og brosti. „Þau koma aftur næsta sumar. Þá skaltu bara fara upp í Stóra-Rjóður og sjá þau sjálfur. Svo hélt hann áfram. Geim-farið var orðið að dá-litlum depli á himninufl1, Svo hvarf það út í bjartan sumar-morguninn. 36

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.