Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1987, Side 45

Æskan - 01.04.1987, Side 45
I ra hljómplötufyrirtœkja í f*n inu vildi enginn þeirra gefa út. Þeir töldu hana ekki ega söluvöru. Þeir gerðu sér 0 ekki betur Ijósan smekk fólks n svo að platan seldist í 12.500 eintökum. t arn á síðari hluta áttunda ára- ngarins komu Stuðmenn ein- f br fram undir dulnefnum og a iy á bak við grímur. Ástœðan y,rir felaleiknum var m.a sú að lr Hðsmenn þjóðlagapopp- ^eitarinnar Spilverks þjóðanna ru 1 Stuðmönnum. Spilverkið efr. metnaðarfull hljómsveit með ,l^ln ogþað var talið óheppi- jf’! að fólk ruglaði Stuð- Vef}num saman við hana. Spil- erksmennirnir voru Valgeir, Sttl og Sigurður Bjóla. t^ðnienn fylgdu velgengni Sum- JSlns á Sýrlandi eftir með plöt- t ni Tivolí. Þessar tvær plötur JQst timamótaplötur í íslenskri ffPPmúsík. Á þeim var sungið á Shns^u um íslensk fyrirbœri, efnmtanalíf fegurðarsam- ePPni o.þ.h. Allt efni, lög, text- °8 útsetningar, var matreitt í ^ulausum galsa. Ólíkum 0 eSundum var grautað saman átti erfitt með að greina °n Stuðmenn voru gamaldags anshljómsveit eðaferskir töffar- Til samanburðar er vert að ^1° þess að á þessum árum litu _ ykir popparar sjálfa sig su ^ a^varlegum augum. Þeir t frumsamda texta á enskri nSu og músíkin var tormelt. k p. 0° aý >,Tívolí“ platan seldist vel So 0 ^enm vœri betri músík en Stýlr*nu á Sýrlandi þá fóru u menn í sex ára frí. z gerðu þeir söngva- og gleði- ^yudina Með allt á hreinu. í jffnn* fíölluðu þeir á galsafeng- n hátt um raunverulegt upp- gjör Ragnhildar Gísladóttur við HLH-flokkinn og Brimkló. Myndina sáu rösklega 120 þús- und manns í kvikmyndahúsum. Síðar sýndi Sjónvarpið hana. ★ Ári síðar gerðu Stuðmenn ein- hverja dýrustu bók sem út hafði komið á íslandi. Því miður var árið 1983 eitt versta bóksöluár í manna minnum og þeir töpuðu stórfé á ævintýrinu. Með bókinni fylgdi sérstakt fjölskylduspil og hljómleikaplatan Tórt til trallsins. ★ 1984 gerðu Stuðmenn aðra söngva- og gleðimynd. Hún hét Hvítir mávar og þótti ögn rugl- ingslegri og þungmeltari en fyrri myndin. Engu að síður var að- sókn þokkaleg enda þetta hin ágætasta skemmtun þótt sam- anburður við fyrri myndina væri óhagstæður. ★ Sumarið 1986 fóru Stuðmenn í opinbera heimsókn og hljóm- leikaferð til Alþýðulýðveldisins Kína. Við það tækifæri var nafni hljómsveitarinnar breytt í Strax. Kínverjar geta nefnilega ekki sagt Stuðmenn. Ferðin vakti mikla athygli hérlendis og víða erlendis ekki síst fyrir þær sakir að einungis þrír vestrænir popp- arar höfðu áður heimsótt Kína, franski tölvupopparinn Jean- Michael Jarret og breski dúettinn Wham! ★ Eftir Kínaförina syngja Stuð- menn/Strax á ensku. Þessi fjör- uga hljómsveit, sem áður sneri íslenskum poppurum af braut enskra söngtexta, hyggur nú á frekari landvinninga erlendis. Og þó menn fegnir vildu annað þá skilja fáir útlendingar ís- lensku. ★ Þó að söngtextar Strax-hópsins séu engilsaxneskrar ættar er Stuðmannaforinginn, Valgeir Guðjónsson, þessa dagana að kynna lag með íslenskum texta í evrópskum sjónvarpsstöðvum. Hann er nefnilega höfundur sönglagsins Hægt og hljótt sem valið var í íslenska sjónvarpinu í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva 1987. ★ Valgeir hefur áður oft og mörg- um sinnum gert góða hluti. T.d. samdi hann músík við kvik- myndirnar, Punkt, punkt, kommu, strik og Stellu í orlofi. Hann er einnig höfundur söng- lagsins Vopn og verjur sem setið hefur vikum saman í 1. sæti vin- sældalista útvarpsstöðvanna. ★ Vopn og verjur er annað lagið sem Bubbi rokkkóngur syngur eftir löggiltan Stuðmann. Hitt lagið er Hvernig getur staðið á því? og er á plötu Bubba Fingra- förum. Höfundur þess er Jakob Magnússon. ★ Samstarf Stuðmanna og Bubba Morthens nær til fleiri þátta en lagasmíða. Tómas Tómasson hefur séð um útsendingar og upptökustjórn á flestum sóló- plötum Bubba og öllum plötum Bubba og Egós. Að auki hafa Tómas og Ásgeir Óskarsson leikið undir á flestum þessum plötum. ★ Stuðmennirnir, Tómas, Ásgeir, Þórður og Egill, eru allir í hljóm- sveit sem þeir kalla Þursaflokk- inn. Þá hljómsveit hafa þeir starfrækt með mislöngum hléum í tæpan áratug. ★ Stuðmenn reka hljóðverið Sýr- land við Grettisgötu. ★ / sumar er væntanleg á markað þriðja kvikmynd þeirra. Hún fjallar m.a. um hljómleikaferð Strax-flokksins til Kína. 45

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.