Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1988, Page 16

Æskan - 01.12.1988, Page 16
 Einu sinni las ég sögu um mann sem beið eftir bréfl sem ekki kom. Mánuði seinna fann hann bréfið - í ísskápn- um. Það væri leiðinlegt ef svona færi fyrir jólakortunum þínum. Til að koma i veg fyrir það ætla ég að gefa þér hugmynd að póstpoka. í sjálfan pokann þarftu dálítið stífan pappír en handleggir, fætur og skegg mega vera úr þynnri pappír. 3. myool í skrokkinn á jólasveininum og höfuðið, það er að segja póstpokann, þarftu tvö misstór blöð. Þau eiga að vera jafhbreið en annað þriðjungi (1/3) lengra en hitt. Þetta sérðu á 1. mynd. Á stærra blaðið teiknarðu höfuð- ið eins og sést á 2. mynd. Þú teiknar ekkert meira á það blað. Á minna blaðið teiknarðu framhliðina á jólasveins- jakkanum og hefur 3. mynd til hliðsjónar. Á þetta blað seturðu líka skeggið eins og 4. mynd sýnir. Ég veit að þér flnnst dálítið skrýtið að setja skeggið á jakkann en ekki á jólasveininn sjálfan en þetta er allt með vilja gert. Nú heftirðu eða límir minna blaðið ofen á það stærra svo að skeggið nemi við neflð á sveininum - en gættu þín á að líma þá hlið ekki fásta, aðeins hliðar jakkans og að neðan. Það á nefnilega að stinga jólabréfunum niður í pokann við nefið á karlinum, aftan við skeggið. 16 ÆSKAN 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.