Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1988, Page 30

Æskan - 01.12.1988, Page 30
Vinsældaval skunnar Árlegt vinsældaval Æskunnar er orðið fastur liður í íslensku poppmúsíklífi. Úrslitin vekja ætíð mikla athygli, jafnvel svo að aðrir fjölmiðlar skýra frá þeim. Þess vegna er þátttaka þín í vinsældavalinu mikilvæg. Eftir því sem þátttakendur eru fleiri þeim mun áreiðanlegri verða úrslitin. Þáttaka þín fer þannig fram að þú fyllir út kosningaseðil, sem fylgir þessu blaði, og sendir til Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Mundu eftir að skrifa nafn þitt og heimilsfang á hann. Við drög- um nefnilega út nöfn 3ja þátt- takenda og sendum þeim hl j ómplö tu verðlaun. Það vekur e.t.v. spurningu hvers vegna kosið er sérstak- lega um vinsælustu bárujárns- sveitina. Ástæðan er sú að við erum að efna loforð sem við gáfum bárujárnsunnanda fyrr á árinu. Hann óskaði eftir því að við fengjum á hreint hvaða hug íslenskir bárujárnsunn- endur bera til einstakra báru- járnssveita. Þann lið, sem og aðra liði vinsældavalsins, má hlaupa yfir ef þér býður svo við að horfa. Seðillinn þinn er í fullu gildi þó að þú merkir aðeins inn á hann eitt eða tvö nöfn eða svarir aðeins einum eða tveim liðum. Hins vegar styrkir það nið- urstöðurnar ef þú treystir þér til að merkja við sem flesta liði. Þú getur klippt síðuna úr blaðinu en skemmtilegast er að skrifa spurningarnar á ann- að blað og senda okkur. 30 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.