Æskan - 01.12.1988, Síða 35
Viðtal við Steinarr
Kæra Æska!
Getur þú gert mér þann greiða að
birta viðtal við Steinarr Ólafsson,
einn af aðalleikurunum í Foxtrot? Ég
dái hann mjög eftir að ég sá myndina.
Magga.
Kæri Æskupóstur!
Ég sá myndina Foxtrot nýlega og
hreifst mikið af einum leikaranum
þar. Ég man ekki hvað hann heitir en
hann lék Tómas, bróður Kidda. Mér
finnst hann mjög góður leikari og
langar m.a. til að vita hvort hann hef-
ur leikið í fleiri myndum. Getið þið
tekið viðtal við þennan leikara?
Ég vona að bréfið verði birt því að
ég hef aldrei skrifað ykkur áður. Ég
varð áskrifandi fyrir skömmu. - Kær
kveðja.
Bedda B.
Svar:
Bestu þakkir fyrir bréfin. Tillög-
um ykkar hefur verið stungið í hug-
myndabankann.
Tll skáta
Kæra Æska!
Viltu vera svo góð að birta þetta
bréf frá skátunum á Raufarhöfn.
Okkur langar mikið til að komast í
bréfasamband við aðra skátaflokka á
landinu, bæði stráka og stelpur á
aldrinum 9-14 ára. Við erum stúlkna-
flokkur á aldrinum 10-13 ára og svör-
um öllum bréfum. Ef einhverjir vilja
skrifa okkur er heimilisfangið:
Úmpalúmpamir,
Grunnskólanum,
675 Raufarhöfn.
Bestu þakkir fyrir birtinguna.
Vantar pennavini í
Bandaríkjunum
Kæra Æska!
Ég er í dálitlum vandræðum. Mig
langar til að eignast pennavini í
Bandaríkjunum en veit ekki hvaða
blöðum ég á að skrifa. Geta einhverjir
lesendur Æskunnar gefið mér upp
heimilisfang bandarískra blaða sem
þeir hafa skrifað til með óskum um
pennavini? Nafn mitt og heimilis-
fang:
Aðalheiður B. Ottósdóttir,
Stekkjarhrauni 19,
220 Hafnarfirði. - S. 53040.
Svona er
draumaprinsinn minn!
Halló, Æskupóstur!
Mér datt í dug að senda ykkur
þessa mynd af draumaprinsinum
mínum. Hann er alveg frábær, sætur
og skemmtilegur. Hann er í meðal-
lagi hár, svolitlu hærri en ég og einn-
ig eldri. Hann á heima á Akureyri.
Ég ákvað að reyna að hressa upp á
stelpurnar í Reykjavíkurstressinu og
þess vegna sendi ég myndina.
Um leið langar mig til að biðja rit-
stjóra Æskunnar um mikinn greiða.
Látið einhvern tíma veggmynd af Di-
re Straits og Bryan Adams fylgja
blaðinu. Pað yrði æði! - Að lokum er
ég hér er ég svo með brandara.
Vitið þið af hverju Jóna vildi ekki
láta jarða manninn sinn?
Ha, nei.
Nú, hann var ekki dáinn!
Stelpa á Árskógsströnd
Vinkonan farin
Kæri Æskupóstur!
Ég á í vandræðum með vinkonu
mína. Hún er oft skemmtileg en und-
anfarna daga hefur hún verið hræði-
leg við mig. Hún hefur verið með
annarri stelpu í viku og lætur sem
hún sjái mig ekki. Þetta hefur komið
fyrir áður en þá kom hún skríðandi
til mín þegar þessi stelpa byrjaði að
stríða henni.
Hvað á ég að gera? Ég þoli ekki að
bíða eftir að hún komi aftur til mín.
Mér finnst oft sem að hún sé að nota
mig. Ég á mjög erfitt með að eignast
vini því að ég er svo feimin.
Ein einmana stúlka.
Kcera einmana!
Það er greinilegt á bréfinu að þér
finnst dálítið til þessarar vinkonu
þinnar koma enda er hún kannski
eini vinur þinn. Því er skiljanlegt
að þú takir nœrri þér að þið séuð
hcettar að vera saman. Hins vegar
áttu fárra annarra kosta völ en að
bíða og sjá hvað vinkona þín gerir.
Það er í raun hennar einkamál með
hverjum hún er og hvemig hún ver
tómstundum sínum. Það sama má
segja um þig. Þú gœtir leitað að
nýrri vinkonu ef þér byði svo við að
horfa og gcetir slitið sambandi við
hvaða vinkonu sem er. Þú myndir
alls ekki láta segja þér fyrir verk-
um.
Það er ekki ósennilegt að vinkona
þín eigi eftir að koma „skriðandi“ á
hnjánum aftur til þín - eins og þú
talar um að hún hafi áður gert. Þú
skalt þá taka henni vel því að þrátt
fyrir allt virðist hún kunna best við
þig. Það er mikil viðurkenning fyrir
þig. Ef þér leiðist biðin eftir henni
geturðu svo sem reynt að tala við
hana um vináttu ykkar, spyrja
hana hreinskilnislega að því af
hverju hún sé hœtt að tala við þig,
hvort þú hafir gert eitthvað á henn-
ar hlut. Ekki er gott að vera eigin-
gjöm og gera kröfu til þess að hún
hcetti að vera með hinni stelpunni
og byrji aftur að vera með þér.
Reyndu að vinna traust hennar
hcegt og bítandi. Ef til vill getur þú
spurt hvort þú megir verða vinkona
þeirra beggja? Gcettu þess bara að
vera kurteis við vinkonu þína og
láttu hana finna að þér þyki vœnt
um hana. Það er líklegast til að
bera góðan árangur.