Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Síða 39

Æskan - 01.12.1988, Síða 39
Ljósm.: Guðmundur Viðarsson „Við metum mest að vera ígóðum og skemmtilegum félagsskap og hitta krakka sem hafa svipuð áhugamál og það markmið að tala við Guð og biðja til hans. “ Hann æfir júdó - hún syngur í hór - Krakkar á ykkar reki eru stundum feimnir við að játa að þeir trúi á Guð og biðji bænir - en er þeim sem taka þátt í starfi æskulýðsfélaga kirkjunnar strítt á .því eða þeir litnir hornauga? „Krakkar grípa stundum til stríðni til að forðast að tala alvarlega um þessi mál. En það er engin alvarleg stríðni, hún er oftast ósköp meinlaus. Margir krakkar virða þá sem láta hreinskilnislega í ljós að þeir séu trúaðir - þó að þeir taki ekki þátt í starfi okkar,“ svara þau. „Vinkonur mínar kalla félagið stund- um Nunnufélagið,“ segir Guðbjörg og hlær. „En það er bara í gamni. Þær vita vel hvernig félag þetta er.“ - Hafíð þið verið eða eruð í öðrum fé- lögum eða tómstundastarfi? „Ég er í Júdódeild Ármanns, hef æft júdó þrisvar í viku í tvö ár,“ segir Ól- afur. - Þú ferð þá létt með að verja þig ef einhverjir abbast upp á þig. . . „Ég veit það nú ekki - en við lærum margt á þessu. Júdó er þó mest iðkað sem keppnisíþrótt hér á landi.“ - Hefur þú keppt? „Já, ég tók þátt í móti um síðustu helgi. Þar voru keppendur frá ýmsum fé- lögum.“ - En Guðbjörg, hefur þú æft júdó? „Ne, hei. Ég hef lítið kynnst því. Ég fór þó til að horfa á mótið um daginn. Mér finnst það dálítið sérkennileg íþrótt. Ég hef haft nógu að sinna í félögum sem tengjast kirkjunni. En ég hef sungið með skólakór Hólabrekkuskóla frá því um jólin í fyrra. Ég var líka í kórnum um skeið fyrir nokkrum árum.“ - Þú ert þá væntanlega í Hólabrekku- skóla? „Já, í níunda bekk. Ég stefni að því að fara í Fjölbrautaskólann í Breiðholti á næsta ári. Nei, ég hef ekki ákveðið á ÆSKAN hvaða braut ég fer eða hvað ég legg fyrir mig.“ - En Ólafur? „Ég er í Iðnskólanum, 1. bekk, að læra trésmíði.“ Við óskum viðmælendum okkar góðs gengis í lífi og starfi. Hér á eftir fer kafli úr blaðinu Dellunni sem áður var nefnt . . . Ferst llínive? 120.000 manna borg í bráðri hættu? Sú stórmerkilega frétt hefur borist okkur til eyrna að borgin Nínive farist eftir 40 daga ef borgarbúar iðrast ekki. Borgarstjórinn, Níels Ottó Chily, telur fulla ástæðu til að taka alvarlega á þessu máli. „Ég tel að við borgarbúar verðum að taka höndum saman og snúa frá villu okkar vegar. Það er kominn tími til að að við förum eftir boðorðum Guðs.“ - Nú eru kosningar fram undan. Ætlarðu að gera þetta að baráttumáli? „Mér fmnst líf borgarbúa mikilvægara en atkvæði þeirra.“ - fbúum hefur fjölgað mikið hér í Nínive undanfarna áratugi og framfarir eru hér mikl- ar. Hefur líferni borgarbúa snúist til verri vegar? „Við virðumst vera búin að gleyma að Guð er til og að hann er leiðtogi okkar. Svo virðist sem fólk hafi snúið sér út í horn og vilji ekki ganga veg Guðs. Kannski er það vegna þess að ekki hefur verið nóg af prestum til að boða trúna. Næsta skref er því að fá fleiri presta til starfa og efla starf safnaðanna til að fá fleiri til að hlusta.“ „Léleg þjónusta hjá hval" - Jónas höjðar mál á ugga hvalnum Það var heitt þegar við komum að húsvagni Jónasar þar sem hann stóð í skugga ofvaxins grenitrés. Jónas tók vel á móti okkur og bauð okkur inn. Eftir að hafa drukkið kaffi í rúm- ar fimm stundir hófum við viðtalið: - Hvernig leið þér inni í hvalnum? „Mér leið allvel. Ég spilaði útvegsspilið við gamlan þorsk sem hvalurinn hafði gleypt.“ - Varðstu ekki hræddur um að sleppa ekki út? „Jú. Farsíminn minn var bilaður og ég náði ekki sambandi við Grænfriðunga. Ég vissi ekki hvar ég var í heiminum.“ - Hvernig vissir þú hvað tímanum leið? „Ég taldi bara rifbeinin á klukkutíma fresti, deildi með þremur og lagði fimm rif- bein við.“ - Þú hefur höfðað mál á hendur - ja, kannski ekki hendur heldur ugga hvalnum. Hvers vegna? „{ fyrsta lagi: Maturinn var vondur. í öðru lagi voru rúmin hörð. í þriðja lagi var vont í sjóinn og verst af öllu var að hvalurinn hafði hafnað friðunarlögunum og það var ekki verðstöðvun þarna. Ein ferna af súrmjólk kostaði 394.98 kr. Svo var ekki til slátur, hvað þá súr hvalur.“ - Fyrir hvað ætlarðu að kæra hann? „Fyrir háskalegan akstur og of hraðan og að gleyma tilkynningarskyldunni." - Hvað ætlarðu að gera frekar í málinu? „Klaga í mömmu, pabba, litla bróður, ömmu og afa, Óla frænda, Gunnu í Kaupfé- laginu og Grænfriðunga.“ 39

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.