Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Síða 41

Æskan - 01.12.1988, Síða 41
Mörg dýr leggjast í dvala þegar vetr- ar og kólnar í veðri. Þá hægir öll lík- amsstarfsemi á sér og dýrin sofa í holu sinni, oft mörg saman, í nokkra mánuði. Sjaldan er þó um alveg sam- felldan svefn að ræða en það er breytilegt eftir dýrategundum og staðháttum og jafnvel aldri dýranna hve lengi þau vaka eða sofa í einu. Líklega hafa flestir heyrt talað um skógarbirni í vetrarhíði og kannski líka séð þá í teiknimyndum. En múr- meldýr eru þó sennilega ennþá þekktari enda rannsökuð mjög lengi. Þau eru skyld íkornum en lifa að mestu leyti neðanjarðar og gera þar langa og mikla ganga. Til eru af þeim nokkrar tegundir, sumar í Evrópu, aðrar í Asíu og enn aðrar í Ameríku. Kunnasta tegund í Evrópu, alpa- múrmeldýrið, á heima til íjalla, í Ölpunum, Karpatafjöllum og Pýren- eafjöllum. Það er 55-70 sentímetrar á lengd, að frátöldu skottinu, og allt að sex kg að þyngd. Liturinn er brúnn eða bleikbrúnn, stundum með ofur- lítið gulum blæ. Þó að múrmeldýrið virðist klunnalegt er það liðugt í hreyfingum enda kemur það sér vel þegar það smýgur um neðanjarðar- göng sín. Alpamúrmeldýrið etur einkum fjallajurtir en vill ekki lyng eða trjákenndar plöntur. Það á að jafnaði 4-6 unga sem fæðast blindir og hárlausir. Þegar múrmeldýrið leggst í dvala á haustin byrjar það á að loka inngönguopinu að holunni til að hlýtt verði og notalegt. Samt næðir stundum inn og kólni of mikið verð- ur dýrið að vakna til að hita sig en sofnar síðan aftur, kannski eftir nokkra daga. Þannig getur það geng- ið allan veturinn. Hvað táKna teikningarnar? Gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn og gettu þér til um hvað myndirnar eigi að tákna. Ég gæti trúað að þú giskaðir rétt á í einu til- viki. . . „Rétt“ svör fínnur þú á bls. 78. ÆSKAN 41

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.