Æskan - 01.12.1988, Side 44
Brandari
Prinsar
á hvítum hestum
Kæri Æskupóstur!
Við erum hér tvær stelpur og erum
ástfangnar af tveim strákum sem
heita Pórir og Axel. Vonandi sjáið þið
þetta, strákar. Þeir voru með okkur á
ævintýranámskeiðinu í 4. ílokki,
Frostaskjóli.
L og R.
Kæri Æskupóstur!
Eftirlætisstrákurinn okkar er
dökkhærður með brún augu og er í 12
ára bekk í Hvassaleitisskóla. Hann er
ægilega sætur og fyrsti stafurinn í
nafni hans er G.
Tvtxr að deyja úr ást.
Halló, Æska!
Prinsinn minn heitir Gunnar og er
13 ára. Hann dvelst oft á Kirkjubæj-
arklaustri á sumrin. Hann er ljós-
hærður og æðislega sætur.
Ein að deyja úr ást.
Æska!
Eftirlætisstrákurinn minn er ljós-
hærður og æðislega sætur. Hann er
bláeygður og 156 sm á hæð. Hann er í
6. bekk en ég í 7. bekk. Hann heitir
Björgvin og vinur hans Palli.
Ein ástfangin að norðan.
Ágæti Æskupóstur!
Við erum hér þrjár úr 6. bekk í
Seljaskóla. Við viljum byrja á því að
þakka fyrir meiriháttar blað. Svo
langar okkur að koma á framfæri lýs-
ingu á prinsinum okkar. Hann er í
6.-H.R. og er undirforingi í klíkunni
Túttunum. Hann er sjúklega sætur
með skollitað hár og gráblá augu, í
meðallagi hár vexti og ágætur íþrótta-
garpur.
Þrjár í 6. bekk, Scljaskóla.
Hæ, Æskupóstur!
Mér datt í hug að senda þér brand-
ara. Hann er svona:
Maður nokkur sem átti heima við
þjóðveginn var spurður hvort bílarnir
færu ekki hratt framhjá. Þá svaraði
hann:
- Njuuuúúúúú!
Bless, bless.
Lukka (dulnefni).
Hvar er Erla?
Kæri Æskupóstur!
Fyrir nokkru skrifaði stelpa mér
bréf og vildi skrifast á við mig en hún
gleymdi að skrifa heimilisfangið sitt á
bréfið. Hún heitir Erla. Vonandi les
hún þessar línur og sendir mér heim-
ilisfangið sitt.
Amdís Hildur.
Þakkir fyrir viðtal
Elsku, besta Æska!
Ég þakka kærlega fyrir viðtalið
sem birtist við Stuðkompaníið í sum-
ar. Þið hefðuð gjarnan mátt láta lím-
miða og veggmynd af hljómsveitinni
fylgja með blaðinu. En kannski verð-
ur það síðar?
Ég legg til að Örvarr Atli, Karl eða
Grétar Örvarssynir verði næstir í
þættinum Aðdáendum svarað (það er
frábær þáttur!)
Jæja, hvað lesið þið úr skriftinni?
Karlotta María Leósdóttir 11 ára,
Þjórsárgötu 3, 101 Reykjavík.
Svar:
Rithönd þín bendir til þess að þú
sért mjög þroskuð miðað við aldur,
hugmyndarík og getir veríðföst fyrir
ef því er að skipta (svolítið þrjósk).
Kveðja
Hæ, kæra Æska!
Ég vil senda kveðju til stelpnanna
sem æfa með mér fimleika. Þær heita
Steinunn, Svana, Laufey, Eva Dögg
og Ragga Dís. Einnig fær Helga
Huld kveðju en hún er komin í annan
hóp.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una,
Þórey.
12 ára og ástfangin
Kæri Æskupóstur!
Ég er alveg ofsalega ástfangin af
strák. Við höfum verið saman en nú
er hann allt í einu hættur að tala við
mig í samkvæmum og talar bara við
aðrar stelpur. Hann situr í tveggja
kílómetra fjarlægð frá mér!
Ég er hreinlega að deyja úr ást en
veit ekki hvernig ég get unnið hylli
hans aftur. Við erum bæði 12 ára.
Hvað ráðleggurðu mér?
Ein að deyja.
Svar:
Ef hann forðast að vera í nálœgð
þinni getur það bent til þess að hann
hafi ekki lengur áhuga á þér eða
finnist þú vera ágeng. Önnur skýr-
ing gœti verið sú að þú hafir ein-
hvem tíma móðgað hann og hann sé
sár við þig þess vegna. Ef þú œtlar
að reyna að vinna hylli hans aftur
verðurðu líklega að breyta fram-
komu þinni við hann. Þar sem við
þekkjum þig ekki vitum við í raun
ekki hverju þarf að breyta. Gœttu
þín bara á því að vera ekki ágeng!
Reyndu að vera glaðlynd og
skemmtileg án þess þó að ofleika.
Reyndu að dylja að þú sért „sjúk-
lega“ hrifin af honum. Sumum
strákum leiðist þegar stelpur ganga
með grasið í skónum eftir þeim í
margar vikur. Sumum veiðimönn-
um þykir ekkert gaman að glíma
við auðvelda bráð! Hugleiddu það.
44
ÆSKAN