Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 53

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 53
Hluti af fátækrahverfinu sem Berglind minnist á í viðtalinu. meira. Ágætar verslanir voru í miðbæn- um og bílar margir. Ég kynntist nokkr- um krökkum á mínum aldri og lærði nokkur orð í kreol, tungumálinu þeirra. Vinkona systur minnar, Sæunn Stefáns- dóttir, hafði dvalist á Grænhöfðaeyjum í langan tíma og gat talað dálítið á tungu eyjaskeggja. Einnig önnur stelpa sem heitir Ingibjörg Arnardóttir og er níu ára. Þær gátu túlkað fyrir okkur þegar við þurftum þess með.“ - Hvernig kom staðurinn þér að öðru leyti fyrir sjónir? „Ég get nú ekki sagt að mér hafí fund- ist umhverfið fallegt. Það var lítinn gróð- ur að sjá enda þrífst hann illa í langvar- andi þurrki. Við ströndina voru miklar sandbreiður. Húsakostur flestra var al- veg viðunandi. Þar var bæði rafmagn og vatn. Ekki er allt eins fornfálegt þarna og margir kynnu að halda þegar þeir hugsa um Afríku.“ VöKtum miKla athygli Berglind og fjólskylda hennar lifðu að- allega á nautakjöti og fiski, sem Fengur kom með að landi, meðan á dvölinni stóð. Innfæddir lifa einkum á hrísgrjón- um, fiski og hveiti. Reyndar var hveiti- skortur allan tímann sem þau voru þarna og bakaríin þess vegna lokuð. íslensku krakkarnir urðu því að borða eintómt kex með mjólkinni. Berglind kveðst hafa verið orðin mjög leið á því undir lokin. En hvað vissi Berglind um Græn- höfðaeyjar áður en hún fór þangað? »Ég vissi þó nokkuð því að pabbi hafði farið þangað í janúar og kom heim með myndir sem hann sýndi okkur,“ svarar hún. „Ég get ekki sagt að neitt hafi komið mér á óvart nema þá það hvað innfæddir, sem eru svartir, góndu mikið á okkur vegna hvíta litarins. Það var varla friður að liggja á ströndinni. Áður en maður vissi af var kominn hóp- ur barna og unglinga sem myndaði hring um mann og pataði og góndi eins og maður væri eitthvert viðundur.“ - En svo tók dvölin enda. Fórstu með söknuð í huga frá Grænhöfðaeyjum? „Kannski ekki mikinn en systir mín hefði áreiðanlega viljað vera þarna miklu lengur. Hún eignaðist góða, íslenska vin- konu á svipuðum aldri og hún er en það var ekki um slíkt að ræða hjá mér.“ - Að síðustu: Hafði þessi ferð einhver áhrif á þig, þ.e.a.s. eftir að hafa kynnst kjörum fólks á eyjunum? „Ég held að það sé þroskandi fyrir alla að prófa að dveljast í öðrum löndum. Ég kann núna miklu betur að meta það sem við höfum fram yfir Afríkubúa, t.d. betri og fjölbreyttari mat en þeir og ferskt vatn,“ segir Berglind Rán - og bætir við að hún búist ekki við að eiga nokkurn tíma eftir að koma aftur til Grænhöfðaeyja. En hún er þess fullviss að ferðin muni seint gleymast! Vinkonurnar, Margrét Ólöf (systir Berglindar) og Sæunn Stefánsdóttir (10 ára).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.