Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1988, Side 54

Æskan - 01.12.1988, Side 54
SUátal?ittur Umsjón: Stefán Már Veldu lífið - hafnaðu fíkniefnum Skátahreyfingin skiptir máli í baráttunni gegn notkun fíkniefna. Fjöldaganga skáta í Nepal undir vígorðinu: Veldu lífið - hafnaðu fíkniefnum. Vel unnið starj og Jrumkvæði skáta sem á heima í órajjarlægð Jrá Nepal getur hajt grundvallaráhrij á val Jjöl- margra unglinga þar. Valið stendur á milli heilbrigðrar til- veru eða lijs byggðu á hörmungum eit- urejnaneyslu. Win Burleson fer af stað Win Burleson, sem er átján ára Banda- ríkjamaður og skáti, varð á ferð sinni um Nepal fyrir tveimur árum ítrekað stöðv- aður af ágengum eiturefnasölum. Hann komst að því að í Nepal var engin áætlun til um baráttu gegn fíikniefnaneyslu. Hann ákvað því að gera eitthvað í málinu og vinna um leið að þjónustuverkefninu sínu sem dróttskáta. Með forvarnarstarfí væri hægt að bjarga lífí fjölmargra nep- alskra unglinga. Win ræddi við nepölsku skátana sem hreyfðu við stjórnvöldum. Það leiddi að lokum til stofnunar sérstaks ráðs, DAP- AN eða fíkniefnaráðs Nepals. Það næsta sem hann gerði var að koma af stað sam- vinnu Katmandu, höfuðborgar Nepals, og heimaborgar sinnar, Greenwich sem er í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum. Drengjaskátaráð Greenwich og áfengis- og fíkniefnaráð Bandaríkjanna hófu að því búnu ýtarlegt samstarf við DAPAN um forvarnir og áróðursherferð gegn fíkniefnaneyslu. Söfnun gagna Win Burleson varð sér úti um gott efni um baráttuaðferðir gegn fíkniefnum. Hann safnaði saman bandarískum gögn- um og miklu af alþjóðlegu efni frá S.Þ. en einnig fékk hann efni frá Alþjóða- 54 skrifstofu skáta. Þessi gögn sendi hann til nepölsku skátahreyfingarinnar sem hafði tekið að sér að koma á framfæri fræðsluáætlun um forvarnir og skaðsemi fíkniefna. Fyrst voru gögnin skrásett, flokkuð og þýdd. Á sama tíma tók drengjaskátaráðið í Greenwich saman sambærileg gögn fyrir skáta og skátafor- ingja þar í borg. S.Þ. höfðu ákveðið að 26. júní yrði fyrsti alþjóðlegi baráttudagurinn gegn neyslu og ólöglegri sölu fíkniefna. Sama dag skipulagði DAPAN námsstefnu þar sem þátttakendur fengu fræðslu og þjálf- un í vörnum gegn fíkniefnaneyslu. Þátt- takendur voru skátar, námsmenn og fólk sem vann í félagsmálastofnunum. Á námsstefnunni voru teknir fyrir þeir þættir sem í Nepal hafa áhrif á fíkniefna- neyslu, s.s. menntun, efnahagur, heil- brigðisþjónusta og trú. Þátttakendur hönnuðu veggspjald og komu sér saman um vígorð: Veldu lífið - hafnaðu fíkniefnum Að lokum í lok námsstefnunnar sagði herforing- inn Rabi Shumser, forstöðumaður al- þjóðlegrar fíkniefnanefndar nepalskra skáta, að ríkisstjórnin hefði reynt ýmis- legt til að ná tökum á fíkniefnavandan- um og í ljós hefði komið að samtök eins og skátahreyfingin gætu haft mikil áhrif á nepölsku þjóðina og fengið hana til að sameinast í baráttu gegn vandanum. Win Burleson er núna að aðstoða nep- alska skáta við hönnun á merki sem verða verðlaun í samkeppni sem nep- alska heilbrigðisráðuneytið efnir til gegn misnotkun fíkniefna. Þessi áætlun er kostuð af finnskum skátum í samvinnu við nepölsku skátahreyfinguna. Þetta sameiginlega átak mun án efa forða mörgum frá því að falla í gryfiu áfengis- og fíkniefnanotkunar. (Karl Rúnar Þórsson þýddi og cndursagði úr sept- cmberhefti World Scouting.News 1988.Greinin er úr Skátaforingjanum; fréttabréfi eldri skáta) &SKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.