Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 59

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 59
„Ég held að flest fólk geri allt öfugt við það sem það langar til.“ Nú heyrðist glymjandi hringing og ég vissi af því sem mamma hafði sagt mér að Lalli átti að fara inn. Enda varð nú rólegra í vasanum hans. Krakkarnir mösuðu saman meðan þau röltu inn gangana. En allt í einu tók Lalli krók á sig og hljóp inn í aðra stofu en hinir krakkarnir. Ég missti næstum því af vini mínum hamstrinum þegar Lalli þreif hann úr vasanum og skellti honum á borð- ið fyrir framan Kobba. „Hérna, takti hann heim með þér. Ég er að fara í tíma.“ „Ég er ekki að fara heim strax,“ sagði Kobbi. „Ég verð að ljúka verk- efninu í hádeginu.“ „Góða skemmtun,“ sagði Lalli og hljóp út. Nú sá ég að allir hinir krakkarnir voru farnir úr stofunni. Kobbi húkti einn við borðið sitt og það lá hreint ekki vel á honum. Fyrir framan hann lágu bækurnar í hrúgu og á skóla- ljóðunum sat mamma mín og grét svo að regnbogi kom í táraskúrina. „Mamma,“ kallaði ég. „Er heim- urinn að farast?“ „Næstum því,“ sagði mamma. „En Dís - af hverju ert þú hér?“ „Ég get ekkert - ég veit ekkert. Ég get ekki kennt honum Kobba. Mér leiðist svo. Ég vil að pabbi þinn komi með í skólann. Hann getur verið svo indæll - úhú hú —“ „Ég hlýt að geta hjálpað Kobba,“ sagði ég. „Svona Kobbi, nú skilurðu þetta allt. Ég er komin til að hjálpa þér.“ Ég held að Kobbi hafí séð okkur rétt sem snöggvast. Að minnsta kosti skipti hann alveg um svip og fór að rísla í bókunum. Mamma opnaði fyr- ir mér bókina sína og hætti að gráta. Þar var svo hátt til lofts að maður eygði varla stjörnurnar í hvelfing- unni. Ég reyndi að tína geislana og færa Kobba - og bráðlega fór honum að ganga betur. Þegar kennarinn kom, sagði Kobbi: „Ég er búinn með verkefnið. Er þetta ekki rétt?“ „Jú,“ sagði kennarinn undrandi. „Þetta er meira að segja mjög vel gert. Það hefur runnið upp fyrir þér ljós, Jakob minn.“ „Ég held það hafí verið stjarna,“ sagði Kobbi. Kennarinn brosti bara og nú mátti Kobbi fara. Hann lét hamsturinn í vasa sinn en ég fylgdist með mömmu inn í bókina. Nú lá vel á mömmu og hún söng fyrir mig kvæði um litla bókastelpu sem ræktaði svo stóran rósagarð að hann 'náði austur fyrir tungl og suður fyrir sól. Og um leið og hún söng sá maður rósirnar bærast í golunni, döggvotar - hvítar og litaðar - og maður fann ilminn. Og svo komum við heim. Um kvöldið var mikil gleði í skóla- töskunni hans Kobba. Pabbi og mamma föðmuðust - og pabbi var búinn að læra margföldunartöfluna. Skólataskan lá rétt hjá hamstra- ÆSKAN búrinu og hamsturinn sagði söguna af ferðalagi okkar. „En heyrðu,“ sagði blýanturinn við pabba. „Hvað varð af randaflug- unni - sko, kettinum?“ Pabbi brosti aftur fyrir bæði eyru. „í Strumpabókinni,“ sagði hann og benti. „Þeir eiga ekki betra skil- ið.“ „Nei, heyrðu nú,“ sagði blýantur- inn. „Allir eiga möguleika. Vesalings kisa.“ „Nú, jæja,“ sagði pabbi sáttur við tilveruna. „Kannski ég galdri hana út.“ Ég gat ekki séð upp úr töskunni enda hafði ég fengið nóg af ævintýr- um í bili. En ég heyrði mömmu hans Kobba segja frammi á ganginum: „Drottinn minn hvað kötturinn lítur illa út. Gefíð honum eitthvað gott, krakkar.“ Sögulok. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.