Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Síða 65

Æskan - 01.12.1988, Síða 65
Hann skreytti það með marglitum kúl- um og kertum sem hann festi á greinarn- ar. Ó, hvílíkur fögnuður gagntók gamla leirkerasmiðinn við þessar minningar - og nú festi pabbi glitr.andi jólastjörnu efst á topp trésins. Allt, sem áður var hversdagslegt og litlaust, var nú nýtt og ljómandi. Jólin voru komin. Gamli leirkerasmiðurinn sat með jóla- drauminn sinn í augunum. Hann ætlaði að móta leirmynd af jólunum. Það átti að verða stórt jólatré sem drengur stæði fyr- ir framan og teygði fram hendurnar til í fögnuði sínum. Myndin átti að heita jól. Hann stóð upp úr stólnum og settist við vinnuborðið. Hann tók strax til við að móta hugmynd sína og vann fram á nótt. Verkið tókst vel og listamaðurinn lagðist ánægður til svefns. Þegar hann svo vaknaði um morgun- inn hafði snjónum haldið áfram að kyngja niður. Hann tók nú leirmyndina sína, setti hana út í gluggann og tók myndirnar burtu sem þar voru fyrir. Þessi nýja mynd átti að verða jólamynd hans. Snjókomunni létti og fólk hélt niður vegarslóðann til þorpsins og stansaði við gluggann hjá leirkerasmiðnum og allir litu inn til hans til að spyrja um verðið á jólamyndinni - en hún var ekki til sölu. - Listamaðurinn ætlaði að eiga hana sjálfur. Hún var verk sem hann ætlaði ávallt að varðveita. ÆSKANk

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.