Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 66
Leikið,
sungið,
dansað,
hoppað
og
hamast
Barnaleikrit eru nú víða Jærð á Jjalir.
(Þetta er orðtak sem ojt er notað um
sýningar leikrita. . .) Þau vekja alltaj
mikla hrijningu leikhúsgesta - ekki
aðeins barna heldur líka Joreldra
þeirra og annarra Jylgdarmanna. Það
er ánægjulegt að leikjélög skuli sinna
börnunum - og ejlaust haja allir leik-
arar gaman aj að leika Jyrir börn því
að engir eru þakklátari sýningargestir
en þau - þegar vel tekst til.
Hvar er hamarinn?
spyr Þór, einn af Ásum, leiður og reiður
yfir hvarfi hamars síns. Örn Árnason er í
gervi hans á sviðinu í Gamla bíói í
Reykjavík í sýningu Þjóðleikhússins en
hún er byggð á Eddukvæði, Þryms-
kviðu. Njörður P. Njarðvík setti saman.
í leiknum eru margir söngvar og samdi
Hjálmar H. Ragnarsson lögin.
Þetta er ærsla- og gleðileikur í þeim
anda sem leikstjórinn, Brynja Benedikts-
dóttir, ímyndar sér að forfeður okkar
hafi skemmt sér. Hún notar gömul og ný
leikbrögð, jafnvel fjölleika-atriði. Reynt
er að kallast á við fortíðina á gamansam-
an hátt.
Frumflutningur var 4. júní 1987 á M-
hátíð á ísafirði og var farið í leikferð um
Vestfirði sama sumar. Frumsýning í
Gamla bíói var 8. október en að henni
lokinni hélt sýningarhópurinn til Berlín-
ar til þátttöku í alþjóðlegri leiklistar- og
tónlistarhátíð og sýndi tvisvar í Maxim
Gorki leikhúsinu. Frá 22. október hefur
leikurinn verið sýndur í Gamla bíói.
Randver Þorláksson leikur Loka, Lilja
Þórisdóttir Freyju og Erlingur Gíslason
jötuninn Þrym. Þrymur er tvíhöfða og
hefur vakið mikla hrifningu (og undr-
un. . .) ungra leikhúsgesta.
Emil enn á ferð!
Þið munið eflaust að í 3. tbl. Æskunn-
ar 1988 var viðtal við krakkana sem leika
Emil og ídu í Kattholti í sýningu Leikfé-
lags Hafnarfjarðar. Þeir eru enn að leika
— við góða aðsókn og undirtektir enda
fara þeir ljómandi vel með hlutverkin.
Það getur sá er þetta skrifar vottað og
átta ára dóttir hans líka.
En aðrir krakkar í gervum Emils og
ídu hafa glatt norðlenska leikhúsgesti í
vetur. Þeir heita Guðjón Gunnarsson og
Margrét Viðarsdóttir og eru frá Sauðár-
króki. Þegar ég hringdi norður á Krók
til að fá upplýsingar um leikinn ( 24.
nóvember) var mér sagt að uppselt hefði
verið í þau sex skipti sem hann hefði ver-
ið sýndur og allir miðar á næstu sýningar
hefðu verið pantaðir. Gert var ráð fyrir
að hætta sýningum 4. desember en ekki
er ótrúlegt að þurft hafi að fiölga þeim.
Þetta er góð aðsókn á leikrit í litlum
kaupstað - en auðvitað flykktust börn
úr sveitinni og allt frá Hvammstanga í
Húnavatnssýslu á vettvang til að njóta
gamansins.
Með hlutverk hjónanna í Kattholti
fóru Guðni Friðriksson og Elsa Jónsdótt-
ir; Alfreð og Línu léku Haraldur Sig-
urðsson og Ásdís Guðmundsdóttir; og
Títuberja-Mæju túlkaði María Gréta Ól-
afsdóttir - formaður Leikfélags Sauðár-
króks.
Sviðsmenn á Sauðárkróki voru svo
hugkvæmir að útbúa snúningssvið fyrir
sýningu á söngleiknum Kardimommu-
bænum í fyrra. Það kom sér líka vel
núna. Þeir smíðuðu járngrind sem fest er
66
ÆSKAN