Æskan - 01.12.1988, Side 70
Pinni í
frímerkja -
klúbbnum!
Frímerkjaklúbbur
Æskunnar
Við skulum fyrst snúa okkur að
málefnum klúbbsins okkar. Þessi
hafa bæst í hópinn:
15. Bjarki Ásmundsson 13 ára,
Víðivangi 18, 220 Hafnarfirði.
16. Elísabct Lilja Haraldsdóttir,
Klcppsvcgi 34, 105 Reykjavík.
17. Laufcy Harrysdóttir 11 ára,
Grænumýri 3, 600 Akureyri.
18. Eva M. Hlynsdóttir,
Giljum, Vesturdal, 560 Varmahlíð.
19. Sirkka-Lisa Westergárd,
Naas, 22320 Ödkarby, Áland - Fin-
land.
Þetta var nú þó nokkur viðbót.
Það sem þið takið ef til vill eftir
er að í hópinn er komin kona frá
Álandi eða Álandseyjum eins og
við nefnum landið gjarna en það
tilheyrir Finnlandi þótt það hafi
eigin frímerki. Hún segist í bréfi
sínu vera miðaldra hjúkrunar-
kona en alveg byrjandi í frí-
merkjasöfnun. Hún vill láta frí-
merki frá Álandi og Finnlandi í
staðinn fyrir íslensk. En hún vill
líka skipta á landslags-póstkort-
um ef einhver hefir áhuga á slíku.
Hún skrifar á sænsku en segist
líka geta skrifað á slæmri ensku.
Hvernig væri nú að fá einhvern
fullorðinn í fjölskyldunni til að
hjálpa sér, stúlkur, eða jafnvel,
drengir? Þetta gæti orðið spenn-
andi bréfasamband. Hún sendi
fallegt kort með myndum af frí-
merkjum frá Álandseyjum sem sú
eða sá sem skrifar henni getur
fengið frá mér.
Úr bréfum:
Hún Kristjana Nanna skrifar
og spyr:
„Fær maður alltaf öll nýjustu
frímerkin í hvert skipti sem þau
koma út? - Fær maður mörg af
hverju? - Hvað kostar áskrift-
in?“
Hver sem pantar frímerki hjá
Frímerkjasölu Póststjórnarinnar,
en þið hafið öll fengið bréf frá
henni, fær aðeins þau frímerki,
sem hann eða hún pantar, strax
og þau koma út og þau kosta
jafnmikið og stendur á þeim.
Vilji einhver fá eitt frímerki af
hverju af öllum nýjum frímerkj-
um sem koma út þá er hægt að
panta það frá Frímerkjasölunni
og það berst jafnóðum og ný frí-
merki koma út. Taka þarf fram í
pöntuninni hvort frímerkin eiga
að vera óstimpluð, stimpluð eða á
fyrsta dags bréfl. Svo verður að
taka fram hvað mörg stykki af
hverju frímerki maður vill fá.
Bjarki, sem er 13 ára, vill skipta
við krakka á öllum aldri. Hann
segist eiga milli 5 og 6 þúsund frí-
merki. Hann hefir áhuga á að fá
íslensk frímerki og láta erlend í
staðinn.
Nú eigið þið öll að hafa fengið
upplýsingabækhng frá Frí-
merkjasölu Póststjórnarinnar svo
að þið vitið þá hvernig þið eigið
að kaupa frímerki fyrir nafnverð
þess sem á þeim stendur. Ef ykk-
ur vantar hins vegar fleiri merki
en þau sem fást þar verðið þið að
snúa ykkur að því að skipta hvert
við annað eða leita til frímerkja-
verslana.
Ég hef áður sagt ykkur frá
kennslubókinni sem heitir Um
frímerkjasöfnun. Hún á að fást í
öllum bókabúðum. Ef þið fáið
hana ekki í næstu bókabúð getið
þið náð í hana eða pantað hjá
Bókabúð Æskunnar. í bókinni
eigið þið að geta fengið svör við
flestum spurningum sem á hug-
ann leita og varða frímerkjasöfn-
un.
Ný frímerki
Þá er að snúa sér að nýju frí-
merkjunum sem komið hafa út
frá síðasta þætti okkar hér í blað-
inu.
Það eru þá fyrst fuglafrímerk-
in, sem Þröstur Magnússon hefir
teiknað, með mynd af jaðrakan
og hávellu, - og merki sem kom
ut á degi frímerkisins, 9. októ-
ber, með mynd Auguste Mayers
en Þröstur hannaði smáörkina.
Jaðrakan er af vaðfuglakyni og
dæmigerður mýrafugl. Saga hans hér
á landi er allmerkileg. í byrjun þess-
arar aldar voru varpstöðvar hans að-
eins á Suðurlandsundirlcndi. Upp úr
1920 fór að vcrða vart við verpandi
jaðrakana á Vesturlandi, um 1940 á
Norðurlandi og um 1970 fyrir austan.
Eru nýir varpstaðir cnn að bætast við.
Eins og fækkun hávellunnar hcfir
þessi útbreiðsluaukning verið talin
stafa af hlýnandi loftslagi fram eftir
öldinni. Önnur skýring cr þó cinnig
nærtæk en það er hin mikla framræsla
mýra á Suðurlandi sem hefur neytt
marga varpfugla til að leita smám
saman annarra varpstöðva. Þessar
tvær skýringar geta verið samtvinnað-
ar. Jaðrakan er annars alger farfugl
hér á landi og flýgur til Evrópu og
NV-Afríku á veturna. Fyrstu jaðra-
kanarnir fara að sjást hér upp úr miðj-
um apríl en í september cru þeir flest-
ir farnir suður á bóginn á ný.
Hávella er andarættar og lifir á
norðlægari slóðum cn flcstar aðrar
endur sem verpa hér á landi. Upp úr
1920 fór loftslag ört hlýnandi hér á
landi og svo var lengi fram cftir öld-
inni. Þær hitabreytingar hafa líklega
stuðlað að því að hávellu fækkaði
stöðugt hér sem varpfugli frá fyrstu
áratugum aldarinnar fram á 8. áratug-
inn. Hávella er þó enn algengur varp-
fugl þótt hennar vcrði mcst vart á sjó
á veturna en vafalítið er margt þessara
fugla frá norðlægari slóðum. Þá sjást
stundum stórar breiður af hávellum,
hundruð, jafnvel þúsundir fugla sam-
an í hóp, oftast nokkuð frá landi.
Flestir (aðrir cn sæfarcndur) vcrða
því ekki mikið varir við þær. Jafnvel
þótt skimað sé út til hafs sjást þær oft
ekki nema þegar hóparnir taka sig
upp, fljúga upp í vindinn og skclla sér
svo fyrirvaralaust niður á sjóinn.
Þetta háttalag er mjög cinkennandi
fyrir hávelluna en rödd hcnnar er líka
mjög sérstök. Á kyrrum kvöldum
70
ÆSKAN