Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Síða 74

Æskan - 01.12.1988, Síða 74
 Hljómsveitarkynning Umsjón: Sigurdór Guömundsson, Borgarnesi Wfh*irtke»s»néa*kte Ég byrja á því að fjalla dálítið um æsku söngvara og forvígismanns Whitesnake, Davíðs Coverdales. Hann fæddist í Englandi í bæn- um Saltburn sem er rétt hjá New- castle - og er 37 ára. Davíð byrj- aði að syngja þegar hann var 5 ára og nokkrum árum seinna gat hann sungið öil vinsælustu lögin í Bretlandi. Hann segist sjálfur ekki muna eftir þessu en mamma hans gerir það. Tíminn leið og lengi framan af voru litlar líkur til þess að Davíð legði sönglistina fyrir sig og lifði á henni. Á árinu 1973 réðust örlög hans í þessum efnum. Söngv- arinn Ian Gillian hætti með Deep Purple og Ritchie Blackmore fékk í hendur reynsluupptöku með stúdent/klúbbsöngvara að 74^~ nafni Davíð Coverdale. Á þessum tíma var Davíð í listaskóla sem heitir Listaskóli „Grænlands“(Greenland Art Col- lage). Markmið hans var að verða listkennari en hann söng í klúbbum til að framfleyta sér. Nú, síðan gerðist það að honum var boðið að verða annar tveggja söngvara Deep Purple ásamt bassaleikaranum Glenn Huges og hann þáði það. Hann var strax ákveðinn í að standa sig vel. Hann gerði sér ljóst að framtíð hans gat ráðist af því hvernig honum tækist til í upphafi. Hann kynnti sér vel söngstíl ýmissa frægra söngvara og heillaðist fljótt af Robert Plant í Led Zepp- elin og Paul Rodgers í Bad Company. Þeir áttu eftir að hafa mikil áhrif á söngstíl Coverdales. Davíð hefur eftirfarandi að segja um kynni sín af söng Roberts Plant: „Við vorum báðir í sama skóla og/urðum fyrir svipuðum áhrif- um. Eini munurinn á okkur er sá að honum svipar dálítið meira til Elvis Presleys og Litla Richards." Davíð er mikið á móti vímu- efnum. Hann segir: „Fyrir mörgum árum þegar ég var lítill og einfaldur strákur var ég ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut í lífinu. En þegar ég óx og vitkaðist varð ég hrædd- ur við vímuefnin. Það er hörm- ung að sjá hve grátt þau hafa leik- ið marga. Mig lángár til'að vára alla við þeirri eyðileggingu sem þau valda bæði á líkama og sál. Þið skulið aldrei prófa að nota vímuefni, hvaða nafni sem þau nefnast, hvort sem þau eru talin veik eða sterk. Margir sem byrja í „léttvægari“ vímuefnum enda í þeim sterku. Þetta verður hræði- legur vítahringur sem erfitt er að brjótast út úr. Enginn þarf að neyta vímugjafa! Við njótum lífs- ins best allsgáð!“ Davíð talar þarna af nokkurri reynslu því að hann átti við vímu- efnavandamál að stríða í nokkur ár. Sem betur fór náði hann sér upp úr því og í janúar 1978 stofn- aði hann hljómsveitina Whitesna- ke. Auk hans voru í henni gít- arleikararnir Mickey Moody og Bernie Marsden, hljómborðsleik- arinn Pete Solley, bassaleikarinn Neil Murray og trommarinn ^ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.