Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1988, Side 75

Æskan - 01.12.1988, Side 75
David Dowle. Hljómborðsleikar- inn Pete Solley hætti mjög fljót- lega og í hans stað kom Jon Lord. Davíð naut góðs af því að hafa sungið með Deep Purple. Hann hafði betra vald á röddinni en áð- ur. Hann söng sem sálsöngvari (soul). Fyrstu þrjár plötur White- snake hljómuðu eins og þær hefðu allar verið hljóðritaðar á sama tíma (Trouble, Snakebite og Love Hunter). Eftir. þriðju plötuna vildi Davíð fá nýtt blóð í hljómsveitina og rak trommarann Dowle. í hans stað var Ian Paice (áður í Deep Purple) ráðinn. Fyrsta lagið, sem naut verulegrar hylli með hljómsveitinni, var Fool l'or Your Loving. Það komst í 13. sæti breska vinsælda- listans og í 53. sæti á þeim banda- ríska. Þessi góði árangur efldi hljómsveitina og næst hljóðritaði hún tvöfalda hljómleikaplötu sem heitir Live In The Heart Of The City. Litlu eftir að félagarnir höfðu hljóðritað næstu plötufSaints and Sinners, handleggsbrotnaði gítar- leikarinn Mickey Moody og hinn gítarleikarinn, Bernie Marsden, hætti og stofnaði hljómsveitina Alaska. Tveir nýir félagar bættust í hóp Whitesnake, þeir Mel Gal- ley gítarleikari og Cozy Powell trommuleikari. Svo var haldið í hljóðver og platan Slide It In hljóðrituð. Enn urðu mannabreytingar í Whitesnake. Mel, Mickey, Jon og Cozy hættu. Þá voru þeir Dav- íð og Neil einir eftir. Þeir tóku sér hlé um nokkurn tíma en héldu svo af stað á nýjan leik og buðu fyrrverandi gítarleikurum úr hljómsveitinni Thin Lizzy þátttöku, þeim Gary Moore og John Sykes. Gary hafði meiri áhuga á að leggja fyrir sig einleik- araferil (sóló) en John tók starf- inu. Hæfileikar Johns og útlit hans höfðu mikiðfað segja fyrir vin- sældir Whitesnake í Evrópu. Á skömmum tíma varð hljómsveitin fræg! Þegar þeir félagar töldu að þeir gætu ekki orðið frægari í Evrópu einni varenæst að huga að Norður-Ameríku. Þeir fóru í hljómleikaferð um Bandaríkin þver og endilöng og hituðu upp fyrir Quiet Riot. Bandaríkjamenn byrjuðu að sperra eyrun. Davíð segir: „Það var uppselt á öllum tón- leikunum sem við héldum og við gerðum góðar plötur að okkar mati - en vorum óánægðir með að þær skyldu þó ekki seljast bet- ur en raunin var. Næst héldum við tiLLos Angeles til að hljóðrita áttundu plötu sveitarinnar. Þegar upptökur voru langt komnar dundi ógæfan ylir. Ég er fæddur með galla vinstra megin í miðnes- inu. Það var búið að segja mér að það ætti einhvern tíma eftir að koma mér í vandræði. í miðjum upptökum þurfti ég að fara í upp- Night. Það heppnaðist svo vel að þeir ákváðu að halda samstarfinu áfram og gera enn þann dag í dag. Platan Whitesnake 1987 hefur selst í rúmlega 5 milljónum ein- laka og troðfullt er á öllum hljömleikum sem hljómsveitin heldur. Sífellt bætist í aðdáenda- hópinn. Davíð segir: „Ég er mjög ánægður með það framvinduna. Ég kann vel við skurð. Ég hafði enga tryggingu fyrir því að ég gæti nokkurn tíma sungið aftur. Viðbrögð Johns, Neils og Avnslevs voru mjög eig- ingjörn því að þeir urðu argir vegna þessara veikinda minna. Þeir þekktu ekki hugtökin: Virð- ing, traust og stuðningur. Ég þjálfaði upp röddina og þegar ég var tilbúinn til að syngja aftur rak ég þá John og Neil en Aynsley var farinn að starfa með öðrum.“ Whitesnake fékk til liðs við sig mjög fjölhæfan hollenskan gítar- leikara, Adrian Vandenberg. Brátt urðu þeir Davíð aðeins tveir eftir á skútunni og buðu þá til sín bestu tónlistarmönnunum sem voru á lausu í þungarokkinu. Þetta voru þeir Rudy Sarzo á bassa en hann stofnaði Quiet Riot á sínum tíma og hann var einnig í Ozzy Osbourne Band; Vivian Campell sem lék á gítar en hann var áður í Dio; og Tommy Al- dridge fyrrum trommuleikari Ozzy Osbourne Band. Þeir fimmmenningar gerðu myndband við lagið Still Of The hljómsveitina eins og hún er núna. Hún er alveg eins og ég vil hafa hana.“ Undanfarna mánuði hefur Whitesnake verið á tónleikaferða- lagi og jafnframt hafa strákarnir verið að semja nokkur lög fyrir væntanlega plötu. Þau verða í ætt við Still Of The Night. Stefnt er að því að platan komi út á fyrri hluta næsta árs. Við bíðum spennt! Plötulisti: Trouble (1978) Love Hunter (1979) Ready an Willing (1980) Live In The Heart Of The City (1980) Come an Get It (1981) Saints and Sinncrs (1982) Slide It In (1984) Whitesnakc 1987 (1987) Tommy Aldridge, skoskur, trommur og slagverk. Rudy Sarzo, bandarískur, bassi og raddir. Vivian Campell, írskur, gítar og raddir. David Coverdale, enskur, söngur. Adrian Vandenberg, hollenskur, gítar. ÆSKAN 75

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.