Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 10
og sýnir bara á sér góðar hliðar."
- Hefurðu áhuga á leiklistar-
námi?
„Ég hafði áhuga á því fyrir
nokkrum árum en það fer heldur
dvínandi."
- Hver eru framtíðaráformin
núna.
„Bara að Ijúka námi og gera það
með saemd.“
- Varstu ekki að byrja í Verk-
menntaskólanum á Akureyri?
„Jú, ég var í busavígslu í dag. Eft-
ir smáathöfn á sal var okkur lofað
að grillveisla biði í Kjarnaskógi og
ekið þangað með rútu. En það var
bara gabb og við látin labba alla leið
aftur í bæinn. Það var ekki nógu
sniðugt."
- Hvað er þaö skemmtilegasta
við að starfa í leikhúsi?
„Félagsskapurinn. Hann er góð-
ur.“
ANNA
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir hef-
ur leikið í þremur leikritum í Þjóð-
leikhúsinu, mömmuna í Óvitum eftir
Guðrúnu Helgadóttur, í Gættu þín
eftir Kristínu Bjarnadóttur og
Haustbrúði eftir Þórunni Sigurðar-
dóttur. Eftir að hún fluttist til Akur-
eyrar fyrir ári hefur hún leikið með
Leikklúbbnum Sögu í Tíu litlum
negrastrákum eftir Agötu Christie
og stundum hlaupið í aukahlutverk á
sviðinu hjá Leikfélagi Akureyrar á
milli þess sem hún þjónar gestum í
hléi á sýningum.
- Guðrún! Hvernig persóna er
Anna?
„Hún er voðalega góð og hlýðin
og hún er alltaf með Tomma bróður
sínum. Þau kynnast Línu saman.
Anna er ósköp blíðlynd og þæg, ger-
ir allt eins og mamma hennar vill.
Kannski er hún svolítið væmin per-
sóna ef ég má gerast svo djörf að
segja það.“
- Hefurðu mætur á höfundin-
um Astrid Lindgren?
„Já, mjög miklar. Sérstaklega er
ég hrifin af bókunum Ronja ræn-
ingjadóttir, Bróðir minn Ijónshjarta
og Elsku Míó minn. Þærvoru eftir-
lætis bækurnar mínar þegar ég var
lítil og til dæmis las ég Ronju aftur
nýlega og hafði gaman af.“
- Hver eru helstu áhugamál
þín?
„Það eru leikiist og söngur og ég
hef rosalegan áhuga á söngleikjum."
- Hvernig gætir þú óskað þér
að sjá sjálfa þig fyrir þér eftir
svona 20 ár?
„Þá verð ég orðin 35 ára og ætla
að vona að ég hafi lokið miklu námi
því að ég ætla mér að verða spreng-
lærð. Ég gæti kannski hugsað mér
að vera leikkona þó að það sé ekki
æðsti draumurinn. Ætli æðsti draum-
ur minn sé ekki
að syngja í Scalaóperunni á Ítalíu.“
MARGIR GÓÐIR
leika í leikritinu og hafa undirbú-
ið sýninguna. Meðal leikenda eru
fjórir 12 ára krakkar sem leika skóla-
börn en þeir eru Dís Pálsdóttir, Jón
Sturla Jónsson, Tómas Jónasson
og Þórdís Steinarsdóttir.
Leikstjóri Línu Langsokks hjá
Leikfélagi Akureyrar er Þráinn Karls-
son, þýðandi Þórarinn Eldjárn, leik-
myndina gerir Hallmundur Kristins-
son, búningana og dýrin gerir Anna
G. Torfadóttir, tónlistarstjóri er Mich-
ael Jón Clarke og danshöfundur Lína
Þorkelsdóttir. Leikritið verðurfrum-
sýnf 10. október.
Signý Pálsdóttir.
Bryndísi Petru
finnst mjog
gaman að taka
oþekkarlöggurí
gegn - Ingvari Má
fannst ekki nógu
sniðugt að þurfa
að ganga úr
Kjarnaskógi í
baeinn -æðsti
draumur
Guðrúnar
Jóhönnu er að
syngja í Scaia-
óperunni...
LANGSOK