Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 13

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 13
VIÐ ERUM HEPPNIR VIDIR! Æskan gefur út bókina, Við erum heppnir, við Víðir - í tilefni af 95 ára afmælisínu. Hún tengist verkefn- inu, Heil á húfi. Við birtum hér hluta 7. kafla. Aðalsöguhetjurnar, bræðurnir Birkir og Víðir, hafa farið á hjólum úr Breiðholti niður í Elliðaárdal - ásamt vinum sínum, Magna, Jonna og Gunnari Hámundi. Þeir eru níu, tíu og ellefu ára. Á leið- inni fara þeir fram hjá stálpuðum krökkum sem hanga reykjandi við sjoppu. Einn þeirra uppnefn- ir Gunnar sem er ættaður frá Asíu. Víðir hjólarað krökkunum, þrífurstóran hattafeinum þeirra og slær til þess sem stríddi. Strákarnir eru enn öskureiðir þegar þeir koma niður í dalinn. Birkirer sögumaður... „Það ætti að henda svona ösnum út í sjó!“ segi ég. „Þeir reykja og menga loftið. Fífl!“ „Þeir skemma út frá sér með því að hafa það fyrir öðrurn," segir Víð- ir. „Ég ætla aldrei að reykja!“ segi ég. „Munið þið hvað það er mikið eitur í sígarettum?" „Það er svo skrýtið að fólk skuli eitra sig viljandi að maður ba-ba- bara botnar ekki í því,“ segir Jonni og hermir ettir Ragnari Reykás. „Ég skal sko segja þér það að ég skal ba-ba-bara aldrei í lífinu reykja þó að ég heiti Ragnar REYKás!" segir Magni. „Fegurðardrottningin, hún .. hérna..." segi ég en man ekki nafn- ið. “Ungfrú „Hún Hérna“!“ segir Víðir stríðnislega. „Láttu ekki svona! Þessi nýja ... Hún hefur aldrei reykt eða bragðað vín..." „Já, hún sagði að allir ættu að vera sjálfstæðir og ekki herma ó- vana eftir öðrum. Og hún heitir Mar- ía Rún..." „Hafliðadóttir," botnar Magni hreykinn. „Iss - stelpa - eða kelling!" seg- ir Jonni. „Þó að hún sé fegurðar...“ „Heldurðu að það sé eitthvað minna að marka kvenfólk?" segir Víðir. „Hún er líka meira en lítið snjöll. Hún talar..." „.. sjö tungumál!" segir Magni. „Þið spekingar!" segi ég. „Alltaf að keppast um hvor viti meira!" „Örn Árnason reykir ekki - Afi - þið vitið ..." segir Gunnar Hámund- ur. „Heyrðu, Gunni minn!“ segir Jonni. „Þú ætlar þó ekki að segja okkur að Örn Árnason sé afi þinn!“ „Asni! Hann erAfi íbarnatíman- um!“ „Var Ófeigur fréttamaður á Stöð- inni - er núna í nýjum þætti..." seg- ir Magni. „Lék í Söngvaseið og leikur Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu ívetur," þylurVíðir. „Hættið þið!“ kalla ég. „Þið eruð að verða leiðinlegir!" „Pabbi þekkir Örn Árnason. Hann er eitthvað skyldur honum, held ég,“ segir Gunnar Hámundur. „Hann hef- ur komið heim. Hann erfínn náungi, segir pabbi.“ „Vá, rnaður!" segi ég. “Hefurðu talað við hann?“ „Já, já. Við höfum líka farið með honum að veiða. Hann leyfði mér að halda á stönginni sinni dálitla stund. En áin var bara alveg dauð. Örn fékk eina bröndu. Vitiði hvað hann sagði þá?“ „Nei - hvernig eigum við ..." seg- ir Víðir. „Hann sagði: „Vitlaus var ég að flytjast í Bröndukvísl! Líklega fæ ég ekkert annað en bröndur eftir þetta. Ég sem átti heima í Fiskakvísl!" Þá sagði ég: „Þú verður bara að flytjast í Laxakvísl - eða Stórlaxakvísl." „Heyrirðu í stráknum!" sagði hann við pabba. „Hann er spaugari!" Það sagði hann: „Hann erspaugari!““ „Maður!“ segir Jonni. “Ertu að segja satt? Af hverju hefurðu ekki sagt okkur þetta áður?“ „Bara, maður segir ekki allt. Ekki svona. Þá er eins og maður sé að monta sig. Pabbi segir alltaf: “Ekki grobba þig, Gunnar Hámundur. Þá verður þú illa liðinn.“ „Það er nú allt í lagi að segja frá þessu, Gunni minn!“ segirVíðir. “Að minnsta kosti okkur." „Ég vildi að ég þekkti einhvern sem var í Spaugstofunni," segir Jonni. „Þá segði ég öllum frá því!“ Mikið er ég ánægður að það skuli vera Gunnar Hámundur sem þekkir Örn! Hann er líka orðinn hress aftur! Æ S K A N 13

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.