Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1992, Page 15

Æskan - 01.08.1992, Page 15
ólíklegt að verðlaunahafarnir bregði sér til Metz í Frakklandi - en nálægt borginni á heima skemmtilegur þjóð- flokkur sem nefnist Strumpar...! Engin þörf er raunar á því að fara út úr landinu til að hitta skemmtilegt fólk og skoða markverða staði. í Lúx- emborg er m. a. að finna fjöldann allan af glæsilegum byggingum frá miðöldum. Aukaverðlaun eru bókapakkar (þrjár bækur) frá Æskunni. Tíu höf- undar smásagna, tíu höfundar Ijóða og tíu getspakir lesendur hljóta þau. SMÁSAGAN OG LJÓÐIÐ Þátttakendur ráða efni sögunnar - og gerð Ijóðanna. Æskilegt er að saga sé ekki styttri en ein vélrituð blaðsíða (A-4) eða tvær handskrif- aðar. Senda má fleiri en eina sögu -og Ijóð. Mikilvægt er að vanda frágang og merkja sendinguna vandlega - með nafni, póstfangi og símanúmeri. Einnig skal geta um aldur. Verðlaunasagan og Ijóðið verða birt í Æskunni og lesin í útvarpi. Nokkrar aukaverðlaunasögur verða einnig á síðum Æskunnar. GETRAUNIN Spurningarnar eru af ýmsu tagi. Svör við þeim má finna í þessu tölu- blaði Æskunnar eða öðrum nýleg- um tölublöðum. Auðvitað má - og er sjálfsagt - að leita til foreldra eða systkina ef aðstoðar er þörf. SKILAFRESTUR er til 1. desember nk. Úrslit verða tilkynnt skömmu fyrir jól. Bréfin á að merkja þannig: Æskan, verðlaunasamkeppni, pósthólf 523,121 Reykjavík. SPURNINGAR í GETRAUNINNI OHve marga verðlaunapeninga hlutu íslensku keppendurnir alls á Ólympíuleikum fatiaðra og þroskaheftra í haust? ©Hvað heitir bæklingurinn sem afhentur er þátttakendum í barnagæslu-námskeiði Rauða Kross íslands? o Hvenær hófst áætlunarflug til Lúxemborgar? OHvar var þing Unglingareglu I.O.G.T. (Landssambands barnastúkna) haldið í vor? OHvað heitir vikulegur þáttur Ríkisútvarpsins (Rásar 1) fyrir börn og unglinga? o Hvaða lönd liggja að Lúxemborg? o Hvað heitir yngsti formaður íþróttafélags á íslandi? OHvaða tvítugur íslenskur skákmaður tryggði sér þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli á Olympíuskákmótinu í vor? OHver segir (í sögu í Æskunni): „Ég ætla aldrei að reykja. Munið þið hvað það er mikið eitur í sígarettum?“ ÍJj Hvaða íslensk stúlka hlaut níu gullverðlaun á Ólympíuleikum þroskaheftra í haust? Æ S K A N T 5

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.