Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 23

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 23
FRAMHALDSSAGA LESENDA: OF VENIULEGT - EDA ... Hér birtist 2. hluti framhalds- sögu lesenda. Upphaf sög- unnar var á bls. 25 í 7. tbl. Æskunnar. Þar sögðum við frá Hlíf og fjölskyldu hennar. Hlíf er á fjórtánda ári (raunar eru ekki nema tíu dagar síð- an hún varð þrettán ..) og finnst hún sjálf of venjuleg og líf fjölskyld sinnar allt of venjulegt... Hún hafði farið upp í fjall, sest þar í laut milli blóma - til að bíða eftir ævin- týrinu... Margrét Guðrún tekur við... Ég veit ekki hve lengi ég hef beðið og latið mig dreyma en allt í einu heyri ég eitthvað - eins og skelli eða hófatak. Ég hleyp upp á hól skammt frá læknum sem ég sat við. Þegar ég hef horft í kringum mig kem ég auga á einhvern ríðandi á gráum hesti. Ég fer í nokkrum stökkum niður hól- inn og þegar ég stöðvast á jafnsléttu stend ég fyrir fram- an gráa hestinn og sé að á honum situr strákur á aldur við mig. Stutta stund virði ég gestinn fyrir mér en svo átta ég mig og segi: „Halló! Ég heiti Hlíf. Hver ert þú?" Fram að þessu hefur strák- urinn glápt á mig, næstum eins og ég væri vera af öðrum heimi en svo segir hann hlæj- andi: „Ég - ég heiti Kári." Ég verð hálf-feimin og veit ekki hvað ég á að segja en styn þó upp: „Hvað ertu að gera?" „Ég er eiginlega að leika mér," svarar Kári og er enn brosandi. Við það verð ég enn aum- ingjalegri og get varla staðið þarna lengur. „Nú sér Kári örugglega að ég er að því komin að hlaupa í burtu," hugsa ég. í flýti segir hann mér að hann sé í heimsókn hjá frænda sínum á bæ innar í firðinum. Ég verð sjálfri mér lík aftur og við spjöllum áfram um okkur sjálf. Allt í einu spyr Kári: „Viltu koma á hestbak?" Ég hugsa mig um. Heima bíður mín ástsjúkur bróðir og eflaust ætti ég að vera heima þegar mamma og pabbi koma úr vinnunni. En boð Kára er of freistandi og þegar ég kinka hikandi kolli til sam- þykkis réttir hann mér hönd- ina og segir: „Stökktu á bak hér fyrir aft- an mig." Ég er bæði hrædd og spennt, hef ekki nema einu sinni kom- ið á hestbak. En nú er kannski loksins eitthvað óvenjulegt að gerast... (Höfundur þessa kafla er Margrét Guðrún Ásbjarnar- dóttir 11 ára, Þorgrímsstöð- um, Vestur Húnavatnssýslu (531 Hvammstangi). Nú er um að gera að spreyta sig á að semja fram- hald. Frestinn verðum við því miður að hafa mjög skamman - til 14. október. Þess vegna verðið þið að hefj- ast handa um leið og þið haf- ið fengið blaðið. Allir höfundar þeirra kafla sögunnar sem hér birtast mega velja sér tvær bækur að launum - sjá lista á bls. 59) Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.