Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 29
Berglind, höfundur
verðlaunasögunnar 1991,
og Heiðrún Harpa, vinningshafi
í getraun, segja frá... ■■
4. júní
Við hittumst á Hótel Loftleiðum
hálftíma áður en bíllinn átti að leggja
af stað. Um þrjúleytið vorum við
komnar á Keflavíkurflugvöll og farn-
ar að versla í fríhöfninni. Klukkutíma
síðar vorum við lagðar af stað til
Frakklands.
Flugfreyjurnar voru mjög
skemmtilegar og vildu allt fyrir okk-
ur gera. Þær buðu okkur meira að
segja í flugstjórnarklefann.
í París lentum við um hálf tíu og
fórum beint á hótelið okkar sem hét
Cluny Square og var í Latínuhverf-
inu. Við skoðuðum herbergin og
snæddum svo á McDonalds. Eftir
matinn skoðuðum við Latínuhverfið
örlítið en fórum svo heim á hótel að
sofa.
5. júní ■■■■■
Við vöknuðum eldsnemma og
lögðum af stað í Evrópu-Disneyland.
Þar vorum við heillenai oa fórum
m.a. í rennibrautina, draugahús, sjó-
ræningjaskip og margt fleira. Þegar
í borgina var aftur komið fórum við
á Louvre-safnið og sáum Mónu Lísu
og mörg önnur listaverk. IMæstu fjór-
ir tímarnir eða svo fóru í það að sjá
Sigurþogann, Concord-torgið,
Champs-Elysées (fræg breiðgata)
og að fara upp á Sigurbogann að sjá
útsýnið sem var stórkostlegt. Kvöld-
matinn borðuðum við á stað rétt hjá
hótelinu og komumst að því að á
næstum öllum veitingastöðunum var
verið að brjóta diska. Eftir matinn
skoðuðum við Notre Dame (Frúar-
kirkju) og gengum svo um borgina.
6. júní ■■■■■
Dagurinn hófst með því að við
fórum upp áfyrstu hæð í Eiffel-turn-
inum. Útsýnið var stórkostlegt. Þar
voru styttur af mönnum að vinna við
turninn. Næst fórum við til Calleries
Lafaeytte og Printemps til að versla.
Þegar við vorum loksins hættar
að versla gengum við að óperunni
frægu. Um kvöldið fórum við að
Svartaskóla og síðan í Lúxemborg-
argarðinn. Kvöldmatinn fengum við
á Pizza Pino.
7. júní ■■■■■
Um morguninn fórum við í sigl-
ingu á Signu og sáum þá helstu
byggingarnar á bökkum hennar.
Næst fórum við til Mont Martre þar
sem við létum listamenn teikna okk-
ur. Þar rétt hjá var líka Sacré-Cæur,
(Heilagshjartakirkja) sem verður hvít-
ari með hverju árinu.
En ferðalagið var brátt á enda svo
að við kvöddum sólina og héldum
heim í rigninguna...
Við þökkum Eddu Hannesdóttur
og öllum öðrum sem stuðluðu að
ferðinni fyrir mjög skemmtilega
daga.
Heiðrún Harpa og Berglind H.
Æ S K A N 2 9