Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 41

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 41
SÍÐDEGI I SNJO eftir Arnþrúði Dagsdóttur 14 ára. Hvíta auðnin ætlaði aldrei að taka enda. Fyrir ofan þau var skærblár himinn og sólin sem blindaði hana. Ekkert hljóð heyrðist nema marrið undan fótum hestsins. í tíu tíma höfðu þau haldið áfram í sífellu og nú var farið að líða á daginn. Himnaríki var ófundið. Á- fangastaður þeirra, hið æðra veldi mannsins. Allt í einu var eins og himinninn fylltist af fuglum, svörtum, hvítum og gráum. Þeir flugu í hringi og kvak þeirra skar hljóðhimnur þeirra. Hesturinn, sem hafði næma heyrn, trylltist. Eitthvað í eðli hans sagði: „Hlauptu, hlauptu." Og hann hljóp og þau svifu áfram yfir auðnina. Fuglarnir héldu áfram að fljúga gargandi yfir sama blettinum eins og vélar. Sá einn sem riðið hefur um hvíta auðn getur sagt hvernig það er, hverjar hugsanir manns eru. Hún hugsaði ekki um áfangastað sinn heldur fortíðina. Barnæsku sína, þegar allt var einfalt, ekkert nema hestar og sól alla daga. Ung- lingsár sín þegar alltaf var rigning, alltaf haust og allt var rómantískt. Allt hafði verið svo sérstakt, fallegt í ljótleika sínum, Ijótt í fegurð sinni. Allir þeir dagar þegar hún sveif á- fram í undarlegum dofa. Og skól- inn sem kenndi henni aldrei neitt um lífið. Strákarnir sem gáfu henni hýrt auga, eltu hana jafnvel á rönd- um. Enginn þeirra átti Harley Dav- idson og enginn sömu drauma. Því átti hún þá bara að vinum og loks misstu þeir áhugann. Nú var hún 18 ára og enginn karlmaður hafði birst sem stæðist þessar sömu kröfur. Og nú hafði hún ákveðið að skilja við þetta allt, gleyma fortíðinni, gleyma draum- unurri, halda áfram þangað til him- inn og jörð mættust í sömu birtu og hún yrði upp hafin. Eitt var það þó sem hún saknaði, tónlistarinnar. Tónlist var það sem hafði (stundum) bjargað henni. Hún hafði aldrei kunnað vel við þögn- ina, hún hafði hlustað á allt sem hafði eitthvað að segja henni. Nú reið hún áfram í nær algerri þögn. Um sólsetur myndi hún deyja, lík- ami hennar. Öskur hennar ómaði um allt. Hún hafði næstum farið fram af háu bjargi. Hún byrjaði að gráta en hætti ekki að öskra. Fyrir neðan þau var vegur og bílarnir streymdu fram hjá. Hún var ekki lengur ein. Hún steig af baki, tók reiðtygin af hestinum og lagði þau á jörðina. Loks kyssti hún hestinn og sleppti honum síðan. Hún staulaðist niður að veginum. Það var stígur alla leið. Þar beið hennar maður á vélhjóli, Harley Davidson. Hann var hávax- inn og dökkhærður. „Vantar þig far í bæinn?" Rödd hans var djúp og falleg. Hún settist fyrir aftan hann og hann ók af stað. Himnaríki varð víst að bíða henn- ar dálitlu lengur. Hesturinn beit grastopp sem hann hafði krafsað ofan af. Loks hljóp hann til baka, sömu leið og þau höfðu komið, yfir auðnina. (Höfundur hlaut aukaviðurkenningu fyr- ir söguna í smásagnakeppni Æskunnar, Barnaritstjórnar Ríkisútvarpsins og Flug- leiða 1991) Æ S K A N 4 5

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.