Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1993, Page 5

Æskan - 01.07.1993, Page 5
SAGAN í STEINUM Með steingervingi er átt við bein sem hafa orðið að steini. Við getum ímyndað okkur þessa atburðarás: Fyrir hundrað milljónum ára féll risaeðla í sjóinn og drukknaði. Líkamsleifarnar eyddust fljótt - nema beinagrindin. Með tíð og tíma eyðast bein - en ekki þessi því að þau sukku til botns og huldust sandi. Ár- milljónir liðu. Sandurinn þéttist og harðnaði. Að lokum varð hann að steini - og beinin líka. Enn liðu milljónir ára. Hafið grynntist, botninn reis úr sæ. Steinninn veðraðist (- vindar, úrkoma og sólarhiti eyddu honum); steingerð beinin komu í Ijós. Steingervinga- fræðingar röðuðu þeim saman og gerðu sér mynd af dýri: Risaeðlu. (Stuðst var við texta í Tímaritinu Bíó- myndum, ágústhefti 1993 - og Norska barnablaðinu, ýmsum tölublöðum. í 6. tbl. Æskunnar 1991 - bls. 50-51 var einnig sagt frá risaeðlum og birtar teikn- ingar eftir enskan líffræðing sem ímynd- aði sér hvernig þær litu nú út ef þær hefðu lifað til okkar daga) Æ S K A N S

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.