Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1993, Side 6

Æskan - 01.07.1993, Side 6
RÓSIN JÓNAS Ævintýrasaga eftir Hrafnhildi Valgarbsdóttur. Kæra Æska! Ég fór í heimsókn til ísabellu vinkonu minnar í gær. Þa5 var alveg ágætt en samt undar- legt. ísabella veit svo ofsalega mikib um lífið og tilveruna, miklu meira en ég. Hún segir að það sé vegna þess að ég sé svo mikið ein með dýrunum og hafi svo fáa til að tala við. En þótt ég viti lítið veit ég samt að hún skrökvar oft. Heldurðu kannski að ég trúi því að konan í næsta húsi við hana sé göldrótt? Nei, ég veit að ísabella skrökvar því. Þessi kona á ofboðslega fal- legan garð sem er fullur af rós- um og öðrum fallegum blóm- um. Þar eru líka jarðarber. Rauð og falleg. Isabella sagði mér að eitt sinn hefði hún læðst að jarðarberjunum og ætlað að stela sér einu en þeg- ar hún tók um berið og ætlaði að slíta það af þá fór það að öskra og æpa og kalla á hjálp. Hún var næstum því dáin úr hræðslu, henti þessu æpandi jarðarberi frá sér og hljóp grát- andi heim. Og einu sinni ætl- aði einhver strákur að stela rabbarbara úr þessum sama garði en þá spruttu ótal hend- ur upp úr moldinni og börðu hann sundur og saman. „Heldurðu að ég trúi þessu?!" sagði ég við ísabellu. Þá varð hún ofsalega reið og spurði hvort ég væri að kalla sig lygara. Ég meina það sko! Hún sagði líka að þessi kona notaði gleraugu sem væru þannig að maður sæi allt á hvolfi ef maður setti þau á sig. „Hvernig veistu það?" spurði ég. Þá varð hún aftur öskureið og spurði aftur hvort ég væri að kalla sig lygara. En ég var ekkert að kalla hana lygara. Mig langaði allt í einu til að hefna mín á henni. Já, ég ætlaði að skrökva að henni líka. Ég var allan daginn að reyna að finna hvað ég gæti gert til að blekkja hana eins og hún var alltaf að reyna að blekkja mig. Loks fann ég svarið. Lítill, gamall tusku- bangsi lá undir stól í herberg- inu hennar. Ég tók bangsann, setti hann inn undir peysuna mína og sagði ísabellu að ég þyrfti að skreppa á klósettið en fór í staðinn út í garð og faldi bangsann í blómabeði. Svo fór ég aftur inn og við fórum að leika okkur með raðþraut. Hún kann hana utan að og var alltaf að skamma mig fyrir hvað ég væri mikill klaufi. „Hver er að kalla?" spurði ég allt í einu. „Kalla? Ég heyri ekki neinn kalla," sagði ísabella undrandi. „Uss, heyrirðu ekki? Það er 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.