Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1993, Page 9

Æskan - 01.07.1993, Page 9
„Já, nokkrir mjög góðir. Þar var einn frá Moldavíu (- fyrrum Sovét- lýðveldi); hann varð 6. í 400 m fjór- sundi á Ólympíuleikunum í Bar- selónu. Ég æfði með honum. Það er mjög gott að hafa einhvern til að elta!“ - En þú tókst stefnuna á Ala- bama? „Ég keppti á bandaríska meistara- mótinu. Þjálfarinn í Alabama var kunningi þess sem þjálfaði mig. Eftir mótið bauð hann mér að koma þangað.“ - Þú verður þá á skólastyrk ... „Já, en samt verður þetta mjög kostnaðarsamt, sérstaklega fyrsta árið. Menn verða að sýna sig og sanna til að styrkurinn verði hækk- aður. Foreldrar mínir styðja mig mest - en ég fæ líka styrk frá Þor- lákshafnarbæ." - Sundæfingar eru afar erfiðar. Hefur einhvern tíma hvarflað að þér að hætta að æfa? „Nei! Ég hef haft gaman af þessu og allar dyr standa mér opnar. Ég fer ekki að kasta því á glæ. En 400 m fjórsund er ein erfiðasta greinin í sundíþróttinni. Hún gerir miklar kröfurtil manns. Þeir sem vilja ná góðum árangri í íþróttum verða auðvitað að lifa heilbrigðu lífi og hafna óhollustu, t.d. reykingum." - Hefur þú gefið þér tíma til að sinna öðrum áhugamálum? „Já - dálítinn. Ég hef áhuga á körfubolta og hef leikið hann frá 1984. Ég æfði líka knattspyrnu sem strákur og var lítilsháttar í hesta- mennsku. - Já, það getur verið vara- samt fyrir sundmenn að stunda þessar greinar. Það er bara svo skemmtilegt. Maður reynir að gæta sín ...“ - Lokaorð til lesenda ... „Ég vil nefna það að allt of margir ungir og efnilegir íþróttamenn hætta of snemma af því að þeir taka skemmtanir fram yfir íþróttirnar. Ég vil hvetja alla krakka, sem stunda í- þróttir, til að halda áfram, hvort sem þeir eru í fremstu röð eða ekki. Ég þurfti að þrauka í nokkur ár og var aldrei fremstur. Það var ekki fyrr en ég varð 16 ára að ég varð sá besti í mínum aldurshópi." - KH langsund en Magnús og Bryndís sprettsund: skriðsund. Þau hafa bæði spreytt sig í flugsundi og eiga met í því.“ - í hvaða greinum áttu íslands- met? „200 og 400 m fjórsundi og 200 m flugsundi - í 50 m laug - og 400 m fjórsundi í 25 m laug. Líka nokkur boðsundsmet í 25 m laug með Sundfélagi Suðurnesja (SFS).“ - En nú keppir þú með Þór í Þor- lákshöfn ... „Já - og hef gert nema í tvö ár. Ég var með SFS meðan ég var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, 17 og 18 ára.“ - Móðir þín hefur þá lengst af ver- ið þjálfari þinn? „Já, þangað til ég fór til Keflavík- ur; líka núna í sumar fyrir Evrópu- meistaramótið. Þá studdist hún við æfingaáætlun frá finnskum þjálfara í Ægi.“ - Hvenær kepptir þú fyrst erlend- is? „Á Evrópumeistaramóti unglinga 1990. Síðan tók ég þátt í smáþjóða- leikunum í Andorra 1991 - varð þar þriðji í einni grein - og í Evrópu- meistaramótinu í Aþenu sama ár.“ - Uppskeran varð meiri í sumar en 1991 ... „Já, sex gullpeningar, einn silfur- peningur og tveir úr bronsi. Nú eru æfingarnar farnar að skila sér vel. Ég var í Bandaríkjunum í vetur og æfði með Santa Clara-sundfélaginu í Norður-Kaliforníu. Mér finnst muna mestu að synda í kaldri laug. Þá get- ur maður æft 30% betur en í heitum laugum eins og hér eru. Það hefur lengi verið talað um að byggja yfir 50 m æfingalaug fyrir keppnisfólk í sundi en ekkert orðið úr því. Það snýst allt um knattíþróttirnar! Ég stefndi að því að vera í sem bestri þjálfun á Evrópumeistaramót- inu. Smáþjóðaleikarnir voru bara lið- ur í undirbúningi fyrir það. En matar- eitrunin gerði strik í reikninginn. Ég gat ekki beitt mér lengi á eftir og léttist um 7 kg. Vöðvarnir rýrnuðu svo að það hlaut að draga úr manni kraftinn." - Samt settir þú tvö íslandsmet... „Já, það tókst því að undirbún- ingurinn var góður. Þau hefðu orðið enn betri en raunin varð ef ég hefði getað haldið áætlun." MEÐ AFREKSMÖNNUM í ALABAMA - Hvað er fram undan? „Ég verð væntanlega í Alabama- háskóla í Bandaríkjunum næstu fimm árin og ætla að einbeita mér að því að verða betri sundmaður en ég er nú og mennta mig vel. Ég var raunar á íþróttabraut hér en ætla ekki í slíkt nám. Ég býst við að læra eitthvað í sambandi við viðskipti." - Voru góðir sundmenn í félaginu í Kaliforníu? Sundsystkinin frá Þorlákshöfn: Magnús, Bryndís og Arnar Freyr. Æ S K A N 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.