Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1993, Qupperneq 22

Æskan - 01.07.1993, Qupperneq 22
ÆSKU PÓSTUR ÆSKUPÓSTURINN - pósthólf 523, 121 Reykjavík. SKIPTIMARKAÐ- URFYRIR KÖRFUKNATT- LEIKSMYNDIR Kæri Æskupóstur! Er spilaklúbburinn hætt- ur? Er hægt að hafa skipti- markað fyrir körfuknatt- leiksmyndir? Ég er mjög ánægður með teiknimyndasöguna um Evu og Adam. Sósulíus. Svar: Spilaklúbburinn er ekki hættur og eitthvert efni, sem tengist honum, verð- ur birt í vetur. Skrá yfir fé- laga var í 8. og 10. tbl. 1992. Þeir sem safna mynd- um af körfuknattleiks- mönnum geta að sjálf- sögðu sent okkur bréf og óskað eftir skiptum við þá sem áhuga hafa. Við birt- um þau í dálkinum sem kallast Við safnarar. Ef mjög mörg bréf berast verða þau sett i sérstakan dálk. BARNASTÚKUR Kæra Æska! Hvernig getur maður orðið félagi í barnastúku? 007. Svar: Upplýsingar um starf barnastúkna gefur Jón K. Guðbergsson stórgæslu- maður unglingastarfs (= formaður landssambands barnastúkna). Vinnusími hans er 19944 - en einnig er unnt að ná sambandi við hann i síma 985- 29600. Ég hef afhent hon- um bréfið. TÓNLIST OC DÝRA- OC FORN- LEIFAFRÆÐI Kæri Æskupóstur! Ég þakka gott blað. 1. Væri hægt að hafa þátt í blaðinu um sígilda tónlist - svipaðan Sögu rokksins? Gætuð þið birt veggmynd og fróðleiksmola um söngvarana Luciano Pavarotti, Jósé Carreras, Placido Domingo og Krist- ján Jóhannsson? 2. Er hægt að læra dýra- og fornleifafræði á íslandi? Hve langan tíma tekur það? Markús Már. Svar: 1. Við munum athuga það. 2. Líffræði er kennd við Háskóla íslands. Dýra- fræði er hluti námsefnis- ins. B.S.-próf er að jafnaði tekið eftir þriggja ára nám. Unnt er að stunda framhaldsnám við deild- ina að því loknu - 4. árs nám eða meistaraprófs- nám. Fornleifafræði er ekki kennd hér á landi. MÉR FINNST.. ÍC TEL .. ÍC VIL Kæra Æska! Þökk fyrir gott blað. Er þátturinn, Mér finnst.. ég tel .. ég vil, hættur? Get- ið þið haft veggmynd með Ace of Base? Elva. Svar: Þátturinn er enn á dag- skrá. En lesendur eru ó- duglegir við að senda efni i hann. Veggmynd? Ef til vill... AÐDÁENDA- KLÚBBUR NKOTB Ágæti Æskupóstur! Aðdáendaklúbbur NKOTB, sem ég rak í Bol- ungarvík, hefur flust með mér til Noregs. Póstfangið er: 8770 Træna - Noregi. Tafir verða á útgáfu fréttabréfsins um sinn - þar til allt kemst í rétt horf. Salóme Sigurðardóttir. TUNGUMÁL- FYRIRSÆTUR- LJÓSMYNDARAR Sæll, Æskupóstur! 1. Mig langar ákaflega til að læra tungumál, svo sem spænsku, frönsku, ítölsku og japönsku, en fæ ekki tækifæri til þess fyrr en í framhaldsskóla. Mig langar til þess að byrja að læra þau strax. Getur þú bent mér á leið til þess? 2A. Mig langartil að fá vitneskju um fyrirsætustörf - og að vita hvernig ég á að mála mig, greiða mér, klæða mig, ganga og öðlast sjálfstraust. Hvert á ég að snúa mér? Dúllí. Kæri Æskupóstur! 1. Ég hef mjög gaman af tungumálum og er að hugsa um að fara í bréfa- skóla. Hvernig á að skrá sig í hann og hve gamall þarf maður að vera til þess? 2B: Getur maður lært Ijósmyndun 13 ára? Ronja ræningjadóttir. Svar: 1. Bréfaskólinn, Nóatúni 17 í Reykjavík, s. 629750, veitir möguleika á bréfa- námi og sjálfsnámi í fjöl- mörgum greinum - t.a.m. tungumálum. Til hans leit- ar fólk á ýmsum aldri, allt frá 12 ára. Bréfaskólinn býður námsráðgjöf. Margir nýta sér hana því að ótal spurningar vakna þegar velja skal námsbraut. Til að aðstoða nemendur eru notuð kennslubréf með leiðbeiningum, út- skýringum, æfingum, svörum og verkefnum sem senda ber kennurum skólans til yfirferðar og umsagnar. Auk þess eru notuð hljóðbönd, mynd- bönd, símbréf og sími. Námskeiðin eru mis- jafnlega dýr. Þau kosta frá 7 til 12 þúsund krónur. 2A. Fyrirtækin Módel- samtökin (s. 687480), Módel 79 (678855) reka tiskusýninga- og fyrir- sætuskóla; einnig er til Fyrirsætuskrifstofan „Wild“ (s. 622599). 2B. Til að læra Ijós- 2 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.