Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 4

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 4
96 Æ S K A N Ú skuluð þið hugsa ykkur uugan konungsson. Hann býr í dýrlegri höll með fjölda skrautlegra her- bergja. Um næturnar sefur hann í gulllagðri rekkju og hvílir á dúnsæng og dúnsvæflum. Um- hverfis höllina er skrautgarður með mörgum skuggsælum trjám og yndisleg- um blómum. Þar reikar hann um sér til skemtunar á daginn. Hann á skraut- lega skemtivagna og föngulega hesta til þess aö beita fyrir þá. Úrvalsréttir og drykkir eru framreidd- ir handa honum daglega og allar óskir hans eru uppfyltar jafnskjótt og hann lætur þær í ljós, því konungurinn faðir hans ann honum hugástum og getur ekki neitað honum um neitt. Pannig lifir konungssonurinn líf sitt í gæfu og gleði. Honum er einskis vant. Hann getur veitt sér alt, sem hann girnist. En svo ber það við einu sinni, að hann verður þess vís, að í hinu víðlenda ríki föður síns sé mikill fjöldi manna, sem eigi við hina mestu eymd og fá- tækt að búa; sem ekki eigi málungi matar, né fatnað til að skýla sér með. Þeir búa- í dimmum, rökum og óþétt- um kofum, svo það rignir og snjóar inn á þá. Þeir eiga svo bágt í öllum tilliti sem hægt er að hugsa sér. Þegar konungssonurinn verður þessa vís, þá hverfur hann að heiman frá öll- um þeim þægindum, sem hann var um- vafinn þar, til þess að leita uppi þessa vesalinga. Hann tekur sér bólfestu meðal þeirra og leitast við að hjálpa þeim á allan hátt og tekur þátt í öll- um þeirra kjörum. Iiann skiftir öllu því, sem hann á, á milli þeirra og geng- ur um meðal sjúkra og þjáðra til þess að reyna að bæta úr böli þeirra og hugga þá. Hann þjáist með þeim og grætur með þeim, því hann aumkvast svo óumræði- lega yfir þá og ekkert er það, sem hann er ekki fús á að gera fyrir þá. En meðal þeirra eru margir, sem eru honum ekki þakklátir fyrir kærleika hans til þeirra. Þvert á móti hæðast þeir að houum og liata hann og sumir þeirra gera tilraun til þess að flæma hann á brott. En ekkert getur unnið bug á kær- leika hans. Þótt þeir elski hann ekki, þá elskar hann þá engu að síður. Hann lifir aðeins til þess að gera þeim golt. Slíkan konungsson mundir þú meta mikils? Heldurðu ekki að þú vildir líkjast honum?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.