Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 5
Æ S K A N
97
Nú er þig farið að gruna, hvaða kon-
ungsson ég á við.
Ég á við konungssoninn, sem hefir
gert svo margfalt meira fyrir okkur
mennina en þessi konungsson, sem ég
hefi sagt frá, gat gert.
Ég hugsa um hann, sem átti himn-
anna himna, en hvarf frá himnadýrð
sinni niður til vorrar syndspiltu jarðar
og tók þátt í eymdakjörum vorum vegna
óumræðilegs kærleika síns.
Ég hugsa um Jesú.
Hve auðugur hann var og hve fátækur
hann varð til þess að geta frelsað oss.
Hann var lagður í jötu, en ekki í litla
vöggu eða sæng eins og önnur nýfædd
börn; en það var þó ekki nema upphaf
fátæktar hans.
Hann, sem átti himininn með allri
hans dýrð og hafði þúsundir engla í
þjónustu sinni, lifði líf sitt hér á jörð-
unni í fátækt og niðurlægingu. Hann
átti hvergi höfði sínu að að halla.
Hann sagði sjálfur, að refirnir og fugl-
arnir ættu við betri kjör að búa en
hann. Hann var hæddur, fyrirlitinn og
ofsóttur. Og mennirnir léttu ekki fyr en
hann hékk nakinn á krossinum, og
fanst hann vera yfirgefinn af sínum
himneska föður. Svona varð hann fá-
tækur, hann, sem var svo auðugnr.
En hvers vegna varð hann það?
Til þess að auðga oss með fátækt
sinni, oss, sem vorum svo fátækir og ó-
sjálfbjarga að vér hefðum með engu
móti getað bjargað oss sjálfir.
Vér höíðum syndgað svo mjög á móti
Guði og vorurn þess vegna í hræðilegri
skuld við hann. Oss, sem vorum ör-
snauðir af friði og gleði, vildi Jesús
auðga.
Og hvernig gerði hann það?
Hann tók synd vora og sekt á sig eins
og það væri hians eigin, þó var hann
sjálfur heilagur og hreinn.
Þannig tók hann fátæktina frá oss og
gaf oss auðæfi sín í staðinn. Hann gerði
oss að Guðsbörnum og erfingjum, að sælu
himinsins.
Hefir Jesús þá ekki gert oss, hina
snauðu, auðuga?
Hann gleymdi oss ekki í eymd vorri
og neyð, heldur kom til vor og gaf oss
þau auðæfi, sem meira eru verð en all-
ur gullforði heimsins.
En þá ber oss einnig að þakka Jesú
fyrir alt það, sem hann hefir gert fyrir
oss; þakka honum af öllu voru bjarta.
Og svo verðum vér að gæta vor, svo
vér ekki glötum þeim auðæfum, sem
Jesús hefir gefið oss fyrir niðurlægingar-
líf sitt og smánardauða.
í*á munum vér að lokum fá að koma
þangað, sem Jesús dvelur nú, og þakka
honum betur en vér erum færir um hér
á jörðunni; þakka bonum fyrir að hann
gerðist fátækur vor vegna, svo vér skyld-
um auðgast við fátækt hans.
Karl Schreiner.
0
JÓLAKARLINN.
JÓLAKARLINN kemur senn
kœr incð plöggin gjafa.
Byssur, trumbur, fleina’ eg fer,
fána og lúðra að velja mér;
viitu meir’, óvigan her
vildi’ eg gjarnan hafa.
Kampgrár jólakarl minn hijr,
kœti mesta tjœrðn’ oss,
striðsmenn sperla, úlf og örn,
asna, naut og hest og björn,
gullin öll, sem óska börn
annað kveld nú fœrðu’ oss.
Óskir allar veizlu vel,
veizt pœr pó við pegjum.
Oss að birtast bú pig lil,
börnum, pabba og mömmu’ i vil,
ömmu og afa ei nndan skil,
öll pinn fund við pregjum.
Stgr. Th.
0