Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Síða 10

Æskan - 15.12.1926, Síða 10
102 Æ S K A N einn á ferð efst uppi í fjalli. Hann var auðsjáanlega orðinn rajög þreyttur, því hann nam oft staðar og tylti sér öðru- hvoru eitt eða tvö augnablik á steina, sem stóðu upp úr fönninni hér og hvar. Hann horfði í kringum sig og reyndi til að skýra sjónina með því að kreista fast aftur augun og opna þau svo snögt, en snjókornin voru nærgöngul við hann og hlifðust ekki við að setjast á andlit honum og hefta sjón hans. Eiginlega var hann ekki hræddur, þó hann vissi að nú var hann kominn langt frá mannabygðum, langt upp í fjall, og að þar gátu auðveldlega verið bæði bolar og huldufólk, en þar gátu einnig verið arnarfjaðrir, og vonin um það vísaði hræðslunni á bug. En hann var orðinn óttalega lúinn. Nú hefði verið notalegt að mega halla sér út af ofurlilla stund og sofna. Hann hefði svo vel getað hall- að sér upp að slórum steini, sem hann var staddur hjá. Það var skjól hjá hon- um og hann gat sem bezt tekið prjóna- húfuna sína og stungið henni undir vangann eins og svæflinum sinum heima, svo gat hann sofnað, en hann vildi ekki sofa lengi, því ef nóttin helga leið án þess hann findi fjöðrina, þá var öll óskastundin hans horfin. Hann settist hjá steininum. Snjókornin þyrluðust í kringum hann, þau huldu hann frá hvirfli til ylja, svo hann varð alveg eins og snjókeriingin, sem Siggi og Bjössi höfðu búið til á dögunum. Honum varð kalt við kyrstöðuna, og gróf hendurnar í buxnavasa sína. Bezt var að halda áfram enn. Bráðum hlaut hann að vera kominn alla Ieið, upp að Álftahömrum, þar sem Bjössi sagði að örninn byggi. Þar hlaut hann að finna fjöðrina, og svo var ekkert eftir annað en að bera dýrgripinn heim og svo mátti hann hvíla sig — sofa — sofa vært og lengi á meðan stund færðist nær og nær með uppfylling á óskum hans og vonum. Húsfreyjan á Kotum lagði hvítvoð- unginn í rúmið, hnýtti á sig herðasjal- ið og gekk fram I bæjardyrnar. Lausri mjöllinni þyrlaði framan í hana, þegar hún cpnaði dyrnar. Hún hörfaði inn aftur óttaslegin á svip. Maður hennar var ókominn enn úr kaupstaðnum; hann hafði farið árla á Þorláksrnessu í bezta veðri, og hugsað sér að ná heim aftur fyrir dagsetur á aðfangadag, en var ókominn í vökulokin. Húsfreyjan gekk aftur til baðstofu. Börnin sátu kyr og hljóð og léku sér að mislitum smákertum og spilum, þau litu spyrjandi augum á móður sína, er hún kom inn. Hún skildi augnaráðið engu siður en orð. »Ekki enn þá«, sagði hún. »En bráðum hlýtur hann að koma«. Tvö yngri börnin töltu til móður sinn- ar og klifruðu upp í fangið á henni. »Segja okkur sögu, mamma«. Og hún settist við hlið barnanna, með tvö sitt á hvoru kné, og hóf máls á heilagri frásögu hinna fyrstu jóla. Börnin hlust- uðu á, og í sál þeirra féllu sáðkorn fagnaðarerindisins, sem boðar öllum mönnum lausn frá synd og sekt. Það voru jól í litlu baðstofunni. Og skærar barnsraddir hófu söng: »í Betlehem er barn oss fætt. Pví fagni gjörvöll Adams ætt. Hallelúja«. Þá var knúin bæjardyrahurðin. Eldri börnin fóru til dyra, og kváðu gest kominn, sem beiddist gistingar. Hann hafði ætlaö sér að ná til kaup- lúnsins, en tafist á leiðinni; var því eigi um annað að gera en fá gistingu á eina bænum, sem var á þessum slóðum. Húsfreyja kannaðist við manninn, þeg- ar hann sagði til nafns sins. Hún hafði heyrt talað um hann og hún hafði þá oft vorkent honum með sjálfri sér. Vesalings auðnuleysingi, sem ekki bar gæfu til þess að njóta heimilisfriðarins í hópi ástvina sinna. Og nú var hann hér kominn á heimleið eftir langa burt- veru, lil þess eins, að líkindum, að slíta

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.