Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 12

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 12
ÍDÍ ÆSKAN hann, og svaraði kjökrandi: »Ég held — ég heili — Jón — Jón litlicr. »Jón litli — hvað er þetta-------ertu svona likur drengnum mínum, — hon- um stúf mínum — nei, nei, mig er auðvitað að dreyma — heim — dreng- inn minn litla, sem ég fór frá í flónsku minni, — og sem ég ætlaði mér að sjá einu sinni enn og kveðja svo til fulls. — Lof mér að sjá þig, barn — þú ert lík- ur honum, — mig er að dreyma — fallegan jóladraum —«. Jón litli stirði forviða á manninn, en þorði ekki að segja neitt. »Hvar er pabbi þinn?« spurði mað- urinn þvi næst, öllu hægar en áður, »og mamma þín?« »Pabbi minn fór langt í burtu og mamma mín er veik«, sagði Jón litli með hálfum huga. »Pabbi minn kemur kannske aldrei heim aftur, hann er kannske dáinn, eins og litli bróðir minn, og-------«. En nú varð Jóni litla fyrst alvarlega bylt við, því maðurinn fyrir ofan hann þreif hann í fang sér og þrýsti honum upp að sér: »Sé það draumur, góði Guð, þá láttu mig aldrei vaknal« sagði hann. En það var ekki draumur. Og nú sagði Jón lilli föður sínum alt af létta af ferð sinni og fjaðraleitinni. »Mig langaði svo til að henni mömmu batnaði og þú kæmir heim«, sagði hann að lokinni frásögn sinni. »Og nú.ert þú kominn til mín, pabbi«. Og dreng- urinn hjúfraði sig upp að brjósti föður síns. »Heldurðu svo ekki að henni mömmu minni batni, fyrst þú kemur heim?« »Mömmu hlýtur að batna, þegar hún fær að vita, hvað hún á góðan og dug- legan dreng«, svaraði faðir hans. »Og ætlar þú svo ekki að koma heim með mér, pabbi?« spurði drengurinn, »og vera svo altaf hjá okkur?« Hann beið með óþreyju eftir svarinu. »Ég tfmi víst ekki að fara burtu frá ykkur aftur. — Pað er svo tómlegt að sjá ekki hann litla stúf sinn«. »Og þá er óskastundin mín komin«, sagði Jón litli og hallaði sér öruggur upp að föður sínum. Smalapípan. Helgisaga frá Betlehem. Ð, sem nú verður sagt frá, bar við hina fyrstu heilögu jóla- nótt. þegar Maiia frá Nazaret gisti í fjárhúsi í Betlehem og barnið Jesús fæddist og var lagður í jötuna í staðinn fyrir vöggu. Það bar við nóttina þá, sem englarnir sungu friðar- og fagnaðarsöngva öllu mann- kyni í áheyrn hlustandi íjárhirða. Pessir hirðar voru guðxæknir menn og þótt þeir væru sterkbygðir og mikl- ir vexti, þá voru hjörtu þeirra auðmjúk og þeir voru fátækir í andanum ogtóku á móli gleðiboðskap englanna með trú og fögnuði. Pegar englasöngurinn var þagnaður og hinar hvitu fylkingar horfnar til himins aftur, þá varð alt hljótt og dimt eins og áður, og þegar hirðarnir höfðu jafnað sig eftir óttann og fögnuðinn, sem hin óvænta sýn hafði vakið, þá tóku þeir sig jafnskjótt upp og héldu til Betlehem til þess að finna Jesúbarnið. Peir komu að fjárhúsinu og börðu að dyrum. »Oss langar að sjá barnið«, mælti hvíthærður öldung- ur, er forusluna hafði fyrir hinurn litla flokk, við Jósef, þegar hann opnaði dyrn- ar, og Jósef leiddi þá inn til Maríu, þar sem hún sat við jötuna og horfði á ný- fæddan sveininn. )

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.