Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 18

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 18
110 Æ S K A N Jólasaga e/tir Jóhannes Friðlaugsson. Í||g||lUNNUDAGINN fyrsta í jó!a- föstu sátu börnin í Hvammi, B&ÉSsllu Hugi og Hrefna, á rúminu hjí ömmu sinni og voru að sepja henni, hvernig þeim hefði gengið að renna sér á sleðanum sinum niður hlað- varpann í iökkrinu. Pau höfðu fengið leyfí hjá mömmu sinni, að vera úti um stund til að reyua nýja sleðann, sem pabbi þeirra hafði gefið þeim fyrir fám dögum. Veðrið var ágætt, heiðríkt og tunglskin, en nokkuð frostliart, en það töldu þau ekki nema betra. Nú voru þau nýkomin inn, heit og rjóð og glöð yfir útiverunni. »Nú skal ég segja þér, amma mín«, sagði Hrefna, átta ára stelpuhnyðra með glóbjart hrokkið hár. »Fyrst rendi Hugi sér, en þegar hann var kominn niður í miðja brekkuna, dalt hann af sleðan- um og kútveltist niður brekkuna eins og hrossataðsköggull, en sleðinn fór á hendingskasti niður alt tún og niður að garði«. »Og það var ekkert að marka, þó að ég dytti af sleðanum«, sagði Hugi, strákangi á tíunda árinu, glóhærður með grá tindrandi augu. »Sleðinn rann til á svelli, svo það var von að ég ylti af honum. En þú mált nú ekki segja mikið Hrefna litla, því i næstu ferð, þegar þú rendir þér ein, valzt þú af honum eins og moðpoki og niður alla brekku. Já, og fórst að skæla eins og hvítvoðungur«. »Já, en þú hrintir líka sleðanum á stað, áður en ég var komin alveg upp á hann, svo ég gat ekki náð neinum tökum á honum, þess vegna dalt ég og fór að skæla af því að sleðinn fór yfir hendina á mér, þegar ég datt og ég fann svo mikið til í henni«. »Já, Hugi litli, þú mált ekki hrekkja syslur þína, þegar’þið eruð að leika ykkur«, sagði amma gamla og klappaði á kollinn á Huga. »Ég veit þaö, amma mín. En ég var bara að vila, hvort hún dylti ekki eins og ég, því hún hló svo mikið að mér, þegar ég datt af sleðanum. En ég skal aldrei gera það framar«. Pað leið nokkur stund. Börnin kept- ust við að segja ömmu sinni af útiver- unni og gripu hvorl fram i fyrir öðru og voru hin kálustu. Nú kom faðir þeirra inn, frá því að gefa fénu, og þegar hann var búiun að hafa sokkaskitti, hlupu bæði börnin lil hans og settust á sitt hnéð hvort þeirra og báðu hann að segja sér einhverja sögu. »Jæja, börnin mín. Ég hefi nú enga sögu að segja ykkur. Ég var að gefa lömbunum heyið þeirra, Móru þinni litlu, Hugi minn og svo Goltu þinni, Hrefna. Þau eru bæði orðin stór lömb og éta mikið«. »Á ekki Golta min lílið lamb í vor?« spurði Hrefna. »Osköp ertu heimsk«, sagði Hugi,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.