Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 8

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 8
100 Æ S K A N »Er sálarveiki vond veiki?« spurði hann þvi með hálfum huga. Jóhann gamli gaut hornauga til hans undan stóru gleraugunum, sem hann setti æfin- lega á sig, þegar hann var að skera neftóbakið. »0, ekki er hún góð, dreng- ur minn, ja, nei, nei, góð er hún ekki, — en þú skilur það ekki — hefir ekki vit á þvi, góðurinn«, sagði hann aðeins og hélt áfram að skera tóbakið. Jón litli varð að láta sér það lynda, og hann spurði ekki oftar um sálarveiki. Og það var svo sem margt annað, sem hann gat spurt um. »Af því kemur hann pabbi minn ekki heim?« spurði hann Maríu gömlu einhverju sinni, er þau voru einsömul í kofanum hennar. »Það er ekki golt að segja«, svaraði gamla konan rólega eins og hún var vön, og horfði með viðkvæmni á dreng- hnokkann, sem stóð fyrir frarnan hana með spyrjandi áhyggjufullum svip. »Mig langar að fá hann heim«, hélt Jón litli áfram. »Þá kannske líka batn- ar mömmu minni«. »BIessað barniðl« sagði María og klöknaði við. »Ætli hann komi ekki heim á jólun- um?« bætti Jón litli við. »Þá væri gamancc. »Hver veit, væni minn«, sagði María. »Kannske hann komi. Vert þú altaf vænn og góður drengur, þá batnar mömmu og þá verður svo gaman á jólunumcc. Bezta ráðið til þess að gleyma öllum þeim áhyggjum, sem lögðust á hann, var að hlusta á sögur Maríu, og nú var hún einmitt nýbúin að segja honura eina svo dæmalaust skemtilega sögu. Ef að sú saga væri sönnl Ef það væri satt, að það væru til óskastundir og maður gæti óskað sér hvers sem maður vildi! Þá var Jón litli ekki í vandræð- um, hvers hann mundi óska sér. En þá þurfti hann líka að vera voða duglegur drengur til þess að vinna fyrir óska- stundinni, hún kom svo sem ekki fyrir- hafnarlaust, eins og af sjálfu sér. Sagan var einmitt um það. Það var kóngsdóttir í álögnm, sem enginn gat leyst hana úr, fyr en hann hitti á óskastund, en hún var vand- fundin, og það vissi enginn hvar ætti að leita hennar, nema norn úti i skógi. Svo lagði kóngssonurinn af stað, hann gekk lengi lengi, þangað til hann fann gömlu nornina. í*á blæddi úr fótum hans, og hann var örmagna af þreytu. »Það er alt tilvinnandi fyiir óska- stundina«, sagði kóngssonurinn. Og svo sagði hann gömlu norninni frá ást- meynni sinni í álögunum, og hve heitt hann þráði að fá leyst fjölra hennar. »Það sé ég sjálf«, sagði nornin. »Ég sé það á sorg augna þinna og á blóð- ugum fólum þínum, og af því að þú ert ungur og elskar svo heitt, þá skal ég gera bón þína og segja þér leyndar- dóminn um óskastundina«. — Nóttin helga er upphaf allra óskastunda«, hélt hún áfram. »Farðu þá upp á reginfjöll og findu þar nýfallna arnaríjöður, vættu hana úr blóði þínu og táium og legðu hana við bjarta heitmeyjar þinnar. Þá hefirðu unnið þér óskastund«. Þetta var uppáhaldssaga Jóns litla. Á hana hlýddi hann hugfanginn. í anda fylgdi hann kóngssyninum á för hans um kletta og klungur og fyltist barns- legri gleði yfir góðum árangri ferða hans. »Eru til óskastundir enn?« spurði hann þegar Marfa lauk sögunni. »Ég býst við því«, sagði María, »ef menn kynnu að hagnýta sér þær réttilega«. Jón litli varð mjög alvörugefinn á svip. »Ég vildi að ég gæti áunnið mér óskastundcc, sagði hann, »þá veit ég hvers ég óskaði mér«. »Það veit ég líka«, sagði María og brosti.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.