Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 24

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 24
116 Æ S K A N sig upp í rúmfleli sinu, kveikti í píp- unni sinni og bjóst til að taka á sig náðir. Þá var skyndilega barið hægt að dyrum. »Æ, æl« tautaði karlinn, »hver getur nú verið á flakki svona seint og í slíku veðri?« Hann opnaði varlega dyrnar og sá þá lítinn dreng standa á dyrahellunni, jafn hvítan og helluna, sem hann stóð á. »Hver ert þú og hvaðan kemur þú, pottormurinn þinn?« spurði hann hranalega, en dreng- urinn mjakaði sér inn fyrir dyrastatinn á meðan og svaraði: »Ég heiti Pétur og er sonur konunnar í Vikurbergi. Ég átti að sækja mjólk í jóla- grautinn út að Stóru- Strönd, en svo fór að snjóa alt í einu og með kvöldínu varð svo dimt að ég sá ekki^ handa skil, svo ég viltist hingað«. »Jú, jú. Þetta getur nú komið fyrir slíka frávillinga eins og þig«, sagði Matti, »en hvernig fórst þú að rata hingað?« »Pað er nú saga að segja frá því«, svaraði drengurinn og leit einarðlega á gamla ónotasegginn. »Jólasljarnan vísaði mér veginn hingað, skal ég segja þér«. »Jólastjarnan? Hvað ertu að bullal Segðu h'ldur hreinlega frá því, hvernig þú komst hingað«, tautaði karlinn. »Nú, jæja«, svaraði Pétur brosandi. »Skömmu eftir að ég lagði af stað frá Stóru-Strönd með mjólkurföluna, þá fór að snjóa og hvessa svo ákaft að ómögu- legt var að rata fyrir byl. Augun fylti af snjó og þegar dimt var orðið, vissi ég ekkert hvaö ég fór«. »Hvernig fórstu þá að?« spurði Matti og íór nú að verða forvitinn þvert á móti vilja sínum. »Varstu ekki hrædd- ur ?« »0, jú, en ég óttaðist mest að ég yrði of seinn heim með mjólkina, svo graut- urinn yrði soðinn áður«. Karlinn tók pfpuna út úr sér og skelli- hló og það hafði hann þó ekki gert langalengi. »Jæja, þú ert dálaglegur karl«, sagði hann svo. Drengurinn leit undrandi á hann. »Mamma sagðist skyldi setja ljós i gluggann lieima og þá mundi ég hæg- lega rata. En skafbylurinn var svo mik- ill að ég sá það ekki og svo hélt ég á- fram að ganga þangað til að ég var dauðuppgefinn og þá settist ég niður í snjófönn til að hvfla mig. Eg held að ég hafi að eins blundað þar sem ég sat, en hrökk upp undir eins aftur og leit upp og þá var hætt að snjóa og ég sá slóra, bjarta stjörnu tindra niður til mín. Ég stóð upp og gekk eftir stjörn- unni og hún leiddi mig hingað. Af því veit ég að það var jólasljarnan, því hún vísar ætíð rétta leið«. »Það er nauðsynleg stjarna, það«, sagði Matti. »Hvar hefir þú heyrt um hana?«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.