Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 25

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 25
Æ S K A N 117 »í bibliusögunum«, svaraði dreDgur- inn. »Þar er sagt frá vitringunum frá aust- urlöndum, sem langaði að sjá barnið Jesú. Þeir sáu stóra, bjarta stjörnu, sem vísaði þeirn leiðina til fjárhússins í Betlehem, þar sem frelsarinn lá í jöt- unni, — það var jólastjarnan, skal ég segja þéi! — En ég má nú ekki vera að því að blaðra þetla meira; ég verð að flýta mér heim til hennar mömmu, því hún bíður eftir mér«. »Nei, nei, drengur minn; þér liggur nú ekki svona mikið á. Ég skal fylgja þér nokkuð á leið yíir ísinn, svo þú villist nú ekki í annað sinn«. Svo tók Matti gamli loðhettuna sína ofan af snaganum. Veðrið var nú orðið stilt og sljörnubjart, svo ljósið í gluggunum á Víkurbergi sást greinilega hinumegin fjarðarins. »Mamma hefir mátt bíða lengi eftir mjólkinni, en jólakakan, sem ég hefi meðferðis frá húsfreyjunni á Slóru- Strönd, hún bætir það upp; hún verð- ur reglulegt hátíðasælgæti. — En nú skalt þú ekki hugsa meira um mig, Matti, því ég verð ekki svipslund heim úr þessu«, sagði drengurinn og sveifl- aði húfunni sinni í kveðjuskyni. »Þakka þér nú fyrir og gleðileg jól!« Matti aDzaði ekki kveðjunni, en sneri heimleiðis þungt hugsandi. Eldur log- aði enn á arninum og karlinn skaraði í hann og setlist svo á rúmið sitt og fór að hugsa um þessa einkennilegu til- viljun, að drengurinn skyldi villast þangað á sjálft aðfangadagskvöldið. En hvernig sem hann fór að, þá kom sag- an um jólastjörnuna altaf upp í huga hans aftur og aftur. Einhversstaðar væri hún vist prentuð, svo hægt væri að lesa hana. — Hann hafði verið vel læs áð- ur fyrri, en nú var sjónin oröin slæm og gleraugun enn þá verri. Hann stóð upp, kveikti á litla lamp- anum sínum og leitaði svo á hillu uppi yfir dyrunum að gömlu sálmabókinni konunnar sinnar sálugu, sem hún var altaf vön að lesa í á sunnudögum. Hann fann hana loks undir tóbakspungnum sínum og veiðarfærinu. Hann settist með bókina við borðið og tók að blaða í henni með stirðum fingrunum þangað til hann fann messutextana; þar las hann hálf hátt: »Stjarnan, sem þeir höfðu séð í austri, fór fyrir þeim þar til hana bar þar yfir, sem barnið var«. Þetta var þá stjarnan, sem drengur- inn var að tala um. Hann las áfram hina helgu sögu upp aftur og aftur og því oftar sem hann las hana, því bjartara varð í huga hans. Æskuárin runnu upp í huga hans, þegar mamma hans las jólaguðspjallið á hverju að- fangadagskveldi og sagði að því loknu: »Nú verðum við að vera glöð, því í dag er frelsarinn fæddur; hann sem hefir frelsað alla, unga og gamla, ríka og fátæka«. Við þessar minningar hrundu tárin ósjálírátt af augum Matta gamla ofan í gráa skeggið. Hendurnar kreptust utan um bókina og þessi bæn leiö af vörum hans: »Guð miun góður, láttu jólastjörnuna lýsa mér og leiða mig heim til þinl« Matta gamla var það ekki ljóst, að jólastjarnan iýsti upp fátæka kofann hans á þessari stundu, svo þar var bjart í hverjum krók og kima, því Guðs orð var þar og það er hin rétta og skæra jólastjarna. st JÓLAVERS. Börnin og jólin, blómin og sólin sýna Guðs miskunn og mátl: Barn fagnar jólnm, blóm fagnar sólu, gleðjast svo hvorl á sinn liátl.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.