Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 17

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 17
Æ S K A N 109 hún gæti fengið drenginn sinn til sín aftur, þá grét hún enn þá meira og sagði: wÞetta get ég ekki gert. Ég verð að vinna fyrir mér á daginn og á nóttunni er svo dimt og ég á ekkert Ijós á heim- ilinu«. »Það skulum við bjálpa þér með«, sagði engillinn. »Ég skal koma hingað á hverri nóltu með eina stjörnu með mér, svo að bjart verði f húsinu og þá getur þú spunnið«. Éetta gerði engillinn. Hann kom hverja nótt með stjörnu með sér, svo albjart varð í herberginu og móðirin spann þráðinn, sem varð altaf lengri og lengri. Hún spann til þess að fá dreng- inn sinn til sín aftur. Hún vann á akr- inum á daginn og spann svo alla nótt- ina. f’anDÍg hélt hún áfram í marga daga og margar nætur. Loksins varð þráðurinn svo langur, að hann náði alla leið upp til himna og engillinn fór með hann upp þangað. »Nú getur þú rent þér niður lil mömmu þinnar«, sagði hann við dreng- inn. Og drengurinn las sig niður eftir þræðinum og hitti mömmu sína, sem beið hans niðri á jörðunni, og þau lifðu glöð saman lengi. En þó varð gleði þeirra enn þá meiri, þegar boð komu til þeirra frá himni um að þau skyldu nú koma þangað til þess að vera þar með föðurnum um alla eilífð.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.