Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 14

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 14
106 fiSKAN Þeim virtist dýrðlegur faiminljómi hjúpa höfuð barnsins og ekki giét það eins og önnur börn, heldur horíði á þá hreinum og björtum augunum. Slíkum augum hefir ekkert mannsbarn, fyr cé síðar, litast um á vorri syndspiltu jörð. Meðal hirðanna var einnig barn, dreng- ur, 10 ára að aldri. Hann hafði einnig meðtekið fagnaðarboðskap englanna og séð hina nýju stjörnu. Þegar hinir eldri héldu til Betlehem, þá ílýtti hann sér á eftir þeim, þrátt fyrir það þó hann væri særður á fæti eftir þyrnana, og hann varð nærii því eins fljótur og hinir. Hann var nú kominn inn í húsið og teygði sig fram sem hann mátti til þess að geta séð barnið líka. En hinir voru svo stórir og slóðu svo þétt samanum- hverfis jötuna, að honum lá við gráti vegna vonbrigðanna. En þá kom María auga á hann og dró hann til sin: »Þú skalt líka fá að sjá barnið«, sagði hún og drengurinn féll á kné við jöt- una í heilagri undrun og lotningu og horfði hugfanginn á barnið. Hann lang- aði að láta fögnuð sinn í ijósi, því sál hans gladdist innilega við þessa sjón, en tungan var eins og magnlaus og honum fanst brjóstið ætla að bresta. Hann fann hjarta silt hníga að þessu barni með innilegum kærleika og hann þráði að láta tilfinningar sínar í ljósi. Hann langaði ákaflega að gefa barninu eitlhvað, en hann átti ekkert til nema stutta skinnkyrtilinn, sem skýldi líkama lians, það var ekki svo vel að hann væri með ilskó á fótunum. Snöggvast rann honum íhugaðfórna skinnkyrtli sínum og breiða hann yfir barnið í jötunni; en var hann ekki of lélegur, grófgerður og þungur? Honum lá við að fara að gráta, en hann mundi þá alt í einu eftir lítilli hljóðpípu, sem hann hélt á í hendinni. Það var dýr- mætasta eignin hans, eina leikfangið sem hann átti. Úr henni gat hann lað- að hreina og mjúka tóna sér til gleði og afþreyingar úti í haganum. Honum virtist hann oft heyra yndislega hljóma í loftinu og hann hlustaði á þá hug- fanginn og reyndi svo að ná þeim á hljóðpípuna sína. Nú ákvað hann að gefa barninu þessa dýrmætu eign sína. En ætti hann ekki að reyna að laða fram nokkra lóna úr henni fyrst hér við jötuna ? Englasöngurinn var honum enn þá i fersku minni og hann setti pípuna á munn sér og lokaði augunum, og þá streymdu tónarnir út, veikir, vilcnandi tónar, kveinandi yfir neyð og fátækt, hlýir, vermandi tónar, sem lýstu kær- leikanum til guðsbarnsins, og fagnandi gleðitónar um gleði og frið á jörðu. AUir hlýddu á með fjálgleik og tárin streymdu niður kinnar Maríu. Svo þögn- uðu tónarnir og drengurinn lagði p(p- una með titrandi höndum við fætur Jesú og horfði bænaraugum á barnið, eins og hann vildi segja: »Smáðu ekki mína fátæklegu gjöf«. — — Eu þá bar nokkuð undarlegt við : Jesús breiddi faðminn á móti drengnum og brosti eins og í þakklætisskyni fyrir fyrslu mannlegu kærleiksgjöfina. Það var kærleikur hins jarðneska barns, sem leiddi fram fyista brosið á andlili himneska barnsins, því bér á jörð, eins og á himnum uppi, er kær- leikurinn uppspretta sannrar gleði. María gleymdi aldrei þessari stundu, þegar hjarðsveinninn litli hylti son hennar í tónum. Hún geymdi hina einföldu hljóð- pípu, vandlega og þegar Jesús stálpað- ist, varð hljóðpipan hans kærasta leik- fang. Laðaði hann úr henni hina ynd- islegustu tóna, sem gengu mönnunum til hjarta og komu út á þeim iðrunar- og gleðitárum og vöktu djúpa þrá í hjörtum þeirra til £ess að verða betri menn og ganga á guðs vegum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.