Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 6

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 6
98 Æ S K A N ÓN litli var vanur að hlakka ósköpin öll til jólanna, og hafði ætið talið dagana með óþreyju, en í þetta skifti hlakkaði hann óvenjulega lítið til þeirra, og þótti nærri því vænt um að koma þeirra dróst enn uin hríð. Af hverju var það? Hann vissi það ofboð vel sjálfur. Mamma hans var veik, og pabbi hans var ekki heima. Pað var langt síðan mamma hans lagðist veik, en það var enn þá lengra síðan pabbi hans fór að heiman. Og þó mundi drengurinn það svo undur vel, já, alveg eins og það hefði gerst í gær: Veðrið var hvast og kalt og hann fékk ekki að koma með pabba sínum ofan að stóra skipinu, sem flutti hann langt, langt i burtu frá Jóni litla sjálf- um, mömmu hans og litla bróður. Jón litli þiýsti nefbroddinum fast út að rúð- unni á glugganum, sem sneri ofan að götunni, til þess að reyna að gægjast á eftir pabba, svo lengi sem hann gat, en pabbi var svo fljótur að skjótast fyrir hornið á stóra húsinu hinum meg- in við götuna, og þá fór Jón litli frá glugganum og fór grátandi inn til mömmu og litla bróður, sem einnig var að gráta, en ekki samt af þvi að pabbi var að fara, þótt Jón litli teldi það víst, heldur af þvi að pelinn hans var tómur. »Hvenær kemur hann pabbi minn aftur?« spurði Jón litli kjökrandi. »Ég veit það ekki, Jón lilli«, svaraði mamma hans. »í*að er ekki vist að hann kom heim framar«, hugsaði hún með sjálfri sér, en Jón litli sá ekki hvað hún hugsaði; hann skildi heldur ekki fálætið, sem komið var á milli foreldra hans upp á siökastið, og hann spurði rétt strax: »En því fór hann pabbi?« »f*að get ég ekki sagt þér«, sagði mamma hans. »Vill hann heldur vera í stóra skip- inu?« spurði hann enn fremur, en þeirri spurningu var eigi svarað neinu, og Jón litli hætti að spyrja. Pað var svo óttalega leiðinlegt þegar pabbi var farinn, og þó versnaði um allan helming, þegar litli bróðir var veikur. Litli bróðir! Oft hugsaði Jón litli um hann, og ryfjaði upp fyrir sér samverustundirnar, sem voru svo fáar og liðu svo fljótt. Litli bróðir var svo fallegur. Hann hafði gula lokka, silki- mjúka, en ekki mórault hárstrý, eins og Jón litli. Mamma sagði stundum að það kæmist varla nokkur hárgreiða í gegnum lubbann á honum. Litli bróðir hafði hvítar, feitar og mjúkar hendur, með laut við hvern hnúa og djúpar skorur um úlfliðina, þær voru eitthvað öðruvisi en hendurnar á Jóni litla; mamma sagði það líka oft, að hend- urnar hans væru orðnar skorpnar af óhreinindum, af því að hann væri svo latur að þvo sér. Og þegar litli bróðir lá í vöggunni sinni og hélt í tærnar á sér með litlu, feitu höndunum, þá var hann alveg eins og falleg engilmynd, sem Jón litli hafði einhvern tíma séð. Og altaf var litli bróðir hreinn í mjall- livítum fötum, sem ekki sá at á, enda

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.