Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 9

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 9
Æ S K A N 101 Þegar Jón litli lagðist til svefns um kvöldið, hélt sagan vöku fyrir honum lengi. En ef það væri nú hægt að finna arnarfjöður á jólanóttina? Gat það ekki skeð? Var ekki hugsanlegt, að það væru arnarfjaðrir í stóra fjallinu á móti kaupstaðnum? Jón litli hafði áreiðan- lega heyrt hann Sigga og hann Bjössa segja, að það væru ernir i efstu klett- unum í fjallinu, — og þá voru þar líka fjaðrir. — Og ef að — ef að — nei, það er víst óhugsanlegt að hann, litli stúfur — hann Jón litli gæti fundið eina fjöður, og komið henni heim til aumingja mömmu, sem var svo veik, og svo óskað sér — ó, ef þetta væri framkvæmanlegt! Hann settist upp i rúminu i skyndi, hann hafði hjartslátt og hann dró andann ótt — ef að — ef að hann laumaðist burtu án þess nokkur vissi, enginn, ekki einu sinni María og Jóhann, og leitaði í fjallinu nóttina helgu að fjöður, — og færi að eins og kóngssonurinn í sögunni. Hann skreið til fóta í rúminu sínu, og lyfti gluggablæjunni ofurlítið frá glugganum. Tunglsskinið streymdi inn um glugg- ann. Það varð nærri albjart inni, svo Jón litli var ekkert myrkfælinn. Og þarna tjómaði tunglsbirtan á fannbreið- unni i háa fjallinu andspænis honum; það grúfði þögult yfir litla þorpinu, eins og risi á verði. Vindblærinn rauf næturkyrðina, hann sönglaði ömurleg næturljóð. Jóni litla heyrðist það likast grátkjökri f syfjuðu barni. Hann horfði dálitla stund á fjallið. Það var mjög lfklegt að ernir ættu heima i þessum háu klettum, — en þeir voru svo svip- þungir, að það fór hrollur um Jón litla og hann lagðist aftur út af í bólið sitt og sofnaði innan stundar. Draumarnir fluttu hann upp í fjöll og þar var fult af arnarfjöðrum. Pað var komið aðfangadagskvöld. Kirkjuklukkan hringdi hátíðina inn. Önnum var að mestu lokið. Fólkið bjóst betri fötunum. Margir gengu til aftansöngs. »Ég held ég treysti mér ekki á kvöld- sönginmc, sagði María gamla við mann- inn sinn. »Ég er slæm af gigtinni núna, og það er lika svo hált. Ég vona að hann litli vinur minn komi til okkar eins og hann er vanur; það verður aðal-jólaskemtunin mín, að masa við hann blessaðan«. En það leið svo á kvöldið, að Jón litli kom ekkþ »Kannske frúin sé eillhvað skárri«, sagði Jóhann gamli, »og vilji hafa drenginn hjá sér. Það er ekki svo margt, sem hún hefir til að skemta sér við, aumingja konan«. María stundi við. »það er nú meiri mæðan. Ég á svo bágt með að trúa því, að Einar komi ekki aftur. Hann er vænsti maður, þó að hann sé fljót- fær. Ég hefi reyndar heyrt, að hann muni ætla sér að fá fullan skilnað bráð- lega, og þá kemur hann líklega heim sem snöggvast. Blessaður Jón litli, sem alt af vonast eftir pabba«. Og María þerraði tárin af augum sínum. »En nú skulum við, Jóhann minn, lesa okkur jólaguðspjallið«. Gamli maðurinn las, en kona hans hlýddi á hina einföldu frásögu um fæð- ingu frelsara, sem kom til þess að leita að hinu týnda. — Og barnslegar bænir smælingjanna stigu í hæðir á heilagri stund. María lagði oft við hlustir, er hún heyrði gengið fram hjá húsinu, í von um að dyrunum yrði lokið upp og létt- stigir fætur hlypu inn á gólfið i stofu- kytrunni hennar. En enginn kom, og þegar María gamla gekk til hvilu á helgustu nótt ársins, bað hún lengi og innilega fyrir Jóni litla, sem hún fann æ betur hve var henni kær. — — En snjókornin féllu æ þéttara umhverfis smávaxinn dreng, sem var

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.