Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 19

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 19
Æ S K A N 111 hún á ekki lamb fyr en hitt vorið. Veiztu ekki annað eins og það?« »Nei, Hrefna mín«, sagði faðir henn- ar, »liún á ekki lamb fyr en hilt vorið, eins og Hugi segir, en þá á hún liklega slóra og fallega gimbur, sem þú færð að eiga líka, ef þú verður góð stúlka«. »Fæ ég líka að eiga lainbið undan Móru, pabbi minn«, spurði Hugi. »Já, það færðu, efþúverður duglegur og góður drengur i sumar að slá og snúa heyinu þegar þurkur er«. »En þarf ekki Hrefna líka að raka handa GoItu?« »Jú, hún gerir það, og ég ætla að búa til handa henni litla hrífu í sumar, senr hún getur rakað með. En þú hefir orfið, sem ég gaf þér i fyrra vor«. »Já. Eg skal vera dugleg að raka, ef Golta á að fá heyið«, sagði Hrefna og hossaði sér á hnénu á pabba sínum. »En fara ekki jólin að koma bráð- um?« spurði svo Hiefna alt í einu. »Jú, eftir rúmar þrjár vikur«, sagði pabbi hennar. »Fáum við ekki einhveijar jólagjafir eins og í fyrra um jólin?« »Jú, ef þið veiðið góð börn, fáið þið máske eitthvað. En nú skal ég segja ykkur eilt, börnin mín. Ég skal gefa ykkur einhverja jólagjöf. En þið verðið að vinna eitlhvað til hennar, og nú skal ég segja ykkur hvað það er, sem þ:ð eigið að gera. Nú er sunnudagur- inn fyrsti í jólaföstu og það eru rúmar þrjár vikur til jóla og allan þann tíma megið þið aldrei segja Ijólt eða skrökva, og vera hlýðin og góð börn, þegar þið eruð beðin að gera eitthvað. Hvernig lízt ykkur á það? Svo gef ég ykkur ein- hverjar fallegar jólagjafir sem verðlaun, ef þið getið gert þelta og svo reynið þið í framtíðinni að gera eins«. »það er enginn vandi að gera það«, sagði Hrefna og iðaði öll af tilhlökkun. »Fáum við þá engar jólagjafir, ef við segjum Ijótt eða skrökvum fram að jól- um?« spurði Hugi litli. »Nei«, sagði faðir hans. »Hvortlveggja er Ijótt, og góð börn eiga aldrei að gera það«. »En hver á að passa okkur allan þenna tíma?« spurði Hugi. »það verðið þið að gera sjálf. Ég spyr ykkur að því á aðfangadagskvöld- ið. hvoit þið hafið brotið, og þá eigið þið að segja mér satt og rétt frá öllu«, sagði faðir þeirra. Nú var kveikt i baðslofunni og börn- in fóru að leika sér að gullunum sín- um á gólfinu. Dagarnir liðu og jólin nálguðust. Börnin í Hvammi töldu dagana og biðu jólanna með óþreyju. Þau höfðu jafnan hlakkað mikið lit jólanna, en aldrei eins og nú. Þau bjuggust við að jólagjafirnar mundu verða eitthvað meiri og fallegri en venjulega. í fyrra höfðu þau fengið myndabækur og nýja sokka og hvorttveggja var nú auðvitað golt, en nú hlaut það að verða eitthvað enn þá meira, fyrst þau átlu að vinna svona mikið til þeirra. Að vísu fanst Hrefnu litlu ekki erfitt að forðast að segja ljótt, eða skrökva, en Huga fanst það nokkuð þungt að mega aldrei segja Ijótt, því honum hælti við að gera það. Hann hafði lært það af piltunum og hann vildi líkjast þeirn í sem flestu, en að skrökva ekki, gekk honum vel aö vara sig á, því hann hafði aldrei vanið sig á það. Stundum sátu þau saman í rökkrinu og voru að geta til, hvað þau mundu fá í jólagjafir og bar þá margt á góma á milli þeirra. Helzt vildi Hrefna lilla fá nýjan kjól eða perluband eins og hún Sigga litla á Grund hafði fengið i sum- ar, þegar mamma hennar fór í kaup- staðinn. En Hugi litli óskaði að hann fengi skíði eða skauta, því það voru

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.