Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 31

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 31
Æ S K A N 123 Þetta sama kvöld um tíu-leylið voru fjórir drengir í óðaönn úti við skóla- girðinguna aftur. r*að var á bak viö skólann í horni afskektu. »Kyrrir, þey, þey!« sagði ólafur og steytti hnefana. t*að varð að fara sem hljóðlegast að öllu, það mátli ekki heyrast til hamr- anna nema sem allra minst. Það átti bara að losa uin plankana með táein- um léttum höggum. Pað reið á að kippa þeim öllum út ákaflega varlega, öllum í einum rykk. Rykk, rykk, rykk, og gömlu naglarn- ir gáfu eftir. Já, nú var einn plankinn alveg laus að neðan. Pétur stakk höfðinu út um rifuna sigri hrósandi. En, ól ó! Allir æptu einu liljóði: »Varðstjórinnl« Allir sluppu nema Pétur. Hann sat fastur í rifunni, eins og í skrúfstykki. Hann rak upp hræðilegt öskur, helzt út af því, sem nú myndi yfir hann dynja. Hinir sveifluðu sér eins og kettir yfir girðinguna. Marteinn reif allar buxurnar sínar að aftan á gaddavírnum. En af því að nú var enginn timi lil að brjóta heilann um það slys, þá greip hann annari hendi í buxurnar að aftan og hvarf með hin- um út um Kringlusmuguna, sem svo var kölluð. Pétur var losaður úr planka-klípunni, undir eins, og farið með hann í hús varðstjórans. Næsta morgun var uppnám mikið í skólanum. Skömmu fyrir kl. 8 stóð varðstjórinn úli á vellinum innan um heilan hóp af kennurum og kenslukonum. Hann var hróðugur af afreki sinu Hann strauk á sér skeggið ánægjulega og sagði söguna. Yfirkennarinn reyndi að halda sér í skefjum, en tókst það ekki. Hann þreif af sér gullspangagler- augun og hrislist allur af hlálri eins og þeir hinir. í bekk Straumfjörðs kennara sátu 4 drengir eins og á glóðum. Og þeir voru sóttir af varðstjóranum og farið með þá inn í skrifstofu yfirkennarans. Yfirkennarinn var mjög svo alvarleg- ur. En hann spuiði ekki um neitt, hvern- ig þeir gætu fundið upp á þessu o s. frv. Hann sagði hara þetta: »Þið drengir verðið að koma með plankana úr girðingunni núna síðdegis og setja þá á sinn stað«. Síðan sagði hann með þrumandi röddu: »Svo tölum við, ef til vill, nán- ara um það á morgun«. Þegar drengirnir sátu úti í fordyri skrifstofunnar daginn eftir, þá var glað- lyndið þeirra langt fyrir neðan núll. »Kryddsíldin« hann Pélur var rauður eins og soðinn humar (krabbi). Og titr- ingur fór um hann allan annað veifið. Hann var í tvennum buxum til vonar og vara, og til þess að draga þvi meira úr væntanlegum vandarhöggum, þá hafði hann selt gamlan sjóhatt inn á milli buxnanna. Hinir voru líka svo vel búnir, að þess mátti geta til, að eitlhvað væri innan klæða. Enginn sagði neitt. í hvert skifti sem þeir heyrðu einhverja hreyfingu inni i skrifstofunni, þá hlustuðu þeir eins og á nálum. Talsíminn hringdi ýmist eða einhver kom, sem þurfti að tala »fáein orð« við yfirkennarann. Og svo gat það, ef til vill, orðið heil samræða, er stæði yfir að ininsta kosti stundarfjórðung. Nógan fengu þeir tímann til umhugs- unar um það, að þeir skyldi hafa gert sig seka í þeirri erki-heimsku að ráð- ast á s/có/agirðinguna. Það var lélegt af þeim, það var mesta ósvífni. Það sáu þeir nú. Loks rauf Ólafur þögnina. »Putt«. sagði hann, og herti sig upp.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.