Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 7

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 7
Æ S K A N 99 var Jóni litla harðbannað að snerta hann, þó hann dauðlangaði til að strjúka litlu fallegu fótleggina og fara höndum um feitu handleggina hans. En mamma sagði þá æfinlega: »þú ert svo óhreinn, Jón, þér er svo kalt, Jón litli, þú ert blautur á höndunum, barn; blessaður komdu ekki nálægt honum«. Og svo stóð Jón litli álengdar, ólundarlegur á svipinn, og rendi hornauga til litla bróð- ur, sem spriklaði hlæjandi í vöggunni sinni. En einn daginn varð litli bróðir svo veikur. Læknirinn kom og mamma vék aldrei frá rúminu hans, og svo var Jóni litla sagt það einn morgun, þegar hann vaknaði, að engill frá Guði hefði sótt litla bróður hans um nóttina, og nú væri hann kominn heim til Guðs. Jóni litla gekk mjög illa að skilja það, einkum þó þegar hann sá litla bróður liggja kyrran í vöggunni sinni, og hon- um sýndist hann sofa svo undur vært. En hann hreyfði hvorki legg né lið, og þá skildist Jóni litla fyrsl að litli bróðir væri dáinn. Og þá spurði Jón litli um sitt af hverju. »Kemur hann aldrei aft- ur? Því fór hann heim til Guðs? Sáuð þið engilinn, sem sótti hann? Af því sótti hann mig ekki líka?« En hann fékk fá svörin. Rétt á eftir varð mamma hans svo fjarska veik, og hann fékk aldrei að koma inn til hennar. Ókunnug stúlka var alt af hjá henni, og ef Jón litli ætlaði að smeygja sér inn fyrir dyrnar, þegar stúlkan opnaði, þá benti hún honum óðara að fara og var svo þögul og þungbrýnd, að drengurinn forðaði sér sem lengst í burtu. María gamla varð nú einasta athvarfið hans. Hún bjó ásamt Jóhanni gamla, manni sín- um, í lillum og lélegum kofa niður við sjóinn. En þangað þólti þó Jóni litla gaman að koma. Þau kunnu bæði margar sögur, einkum þó hún María, og Jón litli gleymdi öllu öðru en sög- unni, á meðan Maria sagði frá, Hann gleymdi hvað það var óttlega leiðinlegt heima, hann gleymdi nærri þvf að mamma var veik, gleymdi því rétt á meðan sagan stóð sem hæst, en annars mundi hann það, veslings drengurinn, því hann hugsaði varla um annað. Ó! að hún mamma færi ekki heim til Guðs, eins og hann litli bróðir! Sú umhugsun fylti litla hjartað hans með hreinni skelfingu. Nema þá að hann fengi að fara líka! En þá var pabbi, þá mundi hann sjálfsagt vilja sjá »stúf« sinn. Pabbi hafði sent honum myndaspjald með mynd af stóru húsi, þar sem hann átti heima núna, og Jón litli þreyttist ekki á að skoða þessa mynd. Hún var frá honum pabba. Nú var orðið ógur- lega langt síðan hann fór. Ætlaði hann hreint aldrei að koma aftur? Gömlu hjónin voru einu trúnaðar- menn hans. Hann trúði þeim fyrir hugsunum sínum og áhyggjum. Og hann spurði þau að mörgu. »Af því er hún inamma svona veik? Af því má ég aldrei koma inn til hennar? Af því má ég ekki hlaupa á ganginum? Af því má ég ekki syngja hjá húsinu?« En María gamla hristi höfuðið, svo að stutti skúfurinn hennar dinglaði við vangann. »t*ú berð ekki skynbragð á það, góði minn. Hún er veik, og þú verður að vera góður drengur, svo að henni batni«. Pað þótti Jóni litla ofboð trúlegt. En þegar hann heyrði Jóhann gamla nefna sálarveiki, og þá voru þau gömlu hjón- in einmilt að tala um mömmu hans, þá vildi drengurinn vita meira. Sálar- veiki! Hann reyndi að brjóta til mergj- ar þetta einkennilega orð. En þau vís- indi, sem hann hafði numið í stafrofs- kverinu og Mjallhvít, nægðu honum ekki. Éf það hefði verið augnveiki, höfuðveiki, magaveiki, hjartveiki og jafnvel nýrnaveiki, þá hefði hann rám- að eitthvað í hvað það var, en sálarveiki var honum öldungis óskiljanlegt orð,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.