Skírnir - 01.01.1921, Page 11
4
Matthias Jochamsion.
[Skírnir
2.
Skáldið af náð! með fangið varma og víða
að vefja að hjarta alt vort kalda land.
Hve mjúk þín tunga’, að túlka’ hið angurblíða,
og tónasterk sem brim við ægisand!
Þitt var að yrkja, okkar var að hlýða —
andinn var guðs, og prýði allra tíða.
Þú hafðir valdið til að tala í Ijóðum
titrandi bænir, drápur, hetjumál.
Raust þín var mögnuð íslands sögusjóðum,
sóttirðu þangað heilagt bál og stál.
Skáldjöfur gastu orðið öðrum þjóðum —
ættjörð vor gleðst að lúta þér svo góðum.
Dæmdir þú lítt. Þinn dómur Sögu bíður.
Dundu’ á þér títt hin þungu sorgaél.
Hárið varð hvítt og hvar var allur lýður?
Hverfull, en grætur Baldur sinn úr Hel.
Eftir á sést þinn sjónarheimur víður,
sagnheiður, gamall, nýr og reginfriður.
Feiknstafl skorið alla ásýnd þína
aldanna stormar höfðu langa tíð.
Dýpst var af Braga rist þin lófalína —
ljóðhátt þinn geymir mál vort ár og síð.
Hvar sem að tungan signir sig og sína
sólin mun skína á þig og aldrei dvina.
Skáldið af náð! með fangið varma og víða
að vefja að hjarta alt vort kalda land.
Hve mjúk þín tunga’, að túlka hið angurblíða,
og tónasterk sem brim við ægisand!
Þitt var að yrkja, okkar var að hlýða —
andinn var guðs, og prýði allra tíða.
Sigurðtir Sigurðsson,
frá Arnarholti.