Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 12
Skirnir]
Matthias Jochumsson.
5
II.
Ræða Einars H. Kvaran
á œinningarhátíð Bókmentafélagsius 19. fehr. 1921.
Við erum hér saman komin til að minnast og þakka.
Allur þorri þjóðarinnar og eftirkomendur vorir minn-
ast að sjálfsögðu framar öllu öðru s k á 1 d s i n s Matthías-
ar Jochumssonar. Ekkert íslenzkt skáld hefir notið jafn-
almennrar ástsældar og hann í sínu jarðneska lífi. í mín-
um hug er hann mesta ljóðskáldið, sem þjóð vor hefir
eignast. Eg hygg, að svo finnist mjög mörgum öðrum.
Um hitt verður auðvitað ekkert fullyrt, hvernig eftirkom-
endur vorir kunna að líta á það mál. En óhætt er að
fullyrða það. að núlifandi Islendingum er það óskiljanlegt,
að M. J. verði ekki minst, meðan íslenzk ljóð verða lesin
og íslenzkir sálmar sungnir.
En við, sem höfum átt því láni að fagna að kynnast
síra M. J. til nokkurra muna, finnum víst öll til þess, að
mikils er að minnast, þar sem maðurinn M. J. var.
Eg get tæplega hugsað mér nokkurn mann, sem hefir
kynst honum nokkuð og hugsar til hans annan veg en af
hlýjum hug. Þau fáu orð, sem eg ætla að segja, eru, að
því leyti, sem þau verða frá mér sjálfum, að mestu
sprottin upp af endurminningum, sem eg ber í brjósti, um
viðkynning mina við hann.
Eg get þá ekki bundist þess að minnast þess, sem
eðlilega hefir minna verið um talað en margt annað, er
að síra M. lýtur — hvað hann var mikið 1 í k a m 1 e g t
karlmenni. Eg hafði æfinlega heyrt það um hann.
En sjálfur sá eg þess ljósastan vott, þegar hann var 82
ára gamall. Eg var þá á Akureyri dálltinn tíma að vetr-
arlagi. Kuldinn var á hverjurn degi 15—20 stig, og
stormar og byljir jafnframt Þ.að er áreiðanlegt, að þá
fóru fæstir Akureyrarmenn út sér til skemtunar. Eg varð
þess ekki var, að nokkur maður væri á ferðinni um bæ-
inn — nema þá í brýnustu erindum — annar en M. J.
Hann fór um bæinn á hverjum degi, hvernig sem viðraði.
Þetta var því merkilegra, sem heimili hans var uppi i