Skírnir - 01.01.1921, Síða 13
6
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
snarbrattri brekku, sem var alls ekki hættulaus umferðar,
um það leyti árs og í þeim veðraham, sem þá var, sjón-
döpru og fótstirðu gamalmenni. Eg veit það, að honum
var nauðsyn á að hreyfa sig úti. En hvað eru þeir
margir, þótt yngri séu en á níræðisaldri, sem láta bugast
af slikum örðugleikum sem þeim, er þar var við að tefla,
og haga sér þá e k k i eftir því, sem þeim er hollast. Það
leyndi sér ekki, að hér var verið að nota leifar af tápi
og fjöri, sem á léttasta skeiði mannsins hafði verið sann-
arlegt ásmegin.
En auðvitað var það hin andlega atgjörfi mannsins,
sem mest bar á og mest var um talað. Og þegar eg
renni huganum til viðkynningar minnar við síra Matthías
— og sú viðkynning hélzt alt af öðru hvoru hátt upp í
hálfa öld, sumpart með viðræðum við hann sjálfan, sum-
part með bréfaskriftum — og þegar eg reyni að gera
mér grein þess, hvað mér hafi fundist um þessa viðkynn-
ing, þá er eitt lýsingarorð, sem verður efst á baugi i huga
mínum: Hann var sannmentaður maður.
Eg er þess ekki fullvís, að eg hafi þekt neinn mann,
sem betur átti við latneska setningin: Nil humantim a
me alienum puto (ekkert mannlegt tel eg mér óviðkomandi).
Hann talaði af áhuga um búskap og fornleifar, um nátt-
úruvísindi og söguvísindi, um stjórnmál og kirkjumál og
trúmál og ýmis konar heimspeki og um svo margt og svo
margt. Hann var ekki sérfræðingur í neinni grein — þó
að það sé sannfæring mín, að í skilningi á forfeðrum vor
íslendinga hafi hann staðið flestum sérfræðingum á sporði.
En hann talaði um alt, ekki eingöngu af skilningi víðlesius
mentamanns, heldur gat hann líka talað um allar skoðanir
og öll fyrirbrigði mannlífsins af hlýrri ljúfmensku allsherjar-
samúðar.
Það var þessi fágæti samúðar-hæfileiki hins sannment-
aða manns og örlæti hans á viðurkenning við alt, er hon-
um fanst vel af hendi leyst, sem olli því, að honum var
svo oft borið það á brýn, að hann væri laus í skoðunum
sínum. Guðm prófessor Hannesson hefir gert þvi máli