Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 14
Skírnir]
Matthí&s Jochnmsson.
7
frábærlega góð skil í ritgjörð sinni um síra Matthías á
Akureyri, svo að í raun og veru þarf ekki um það að
tala hér. En af því að viðkynning mín við hann varð
svo löng, eins og eg hefi þegar sagt, á það ef til vill ekki
illa við, að eg leggi þar fáein orð í belg. Og þá verð eg
að láta þess getið, að eitt af því sem einkendi síra M.
mest í mínum augurn, var það, hvað hann sat í raun og
veru fastur við sinn keip — þrátt fyrir öll heilabrotin og
þrátt fyrir samúðina með öllum hugsanlegum stefnum og
straumum.
Að öllum jafnaði var ekki mikið gert úr síra M. sera
stjórnmálamanni. Ekki kemur mér heldur til hugar, að
lífi hans hefði verið hentuglega varið, ef hann hefði gert
stjórnmál að aðalstarfi sínu. En á hitt langar mig til að
benda, að því fór fjarri, að hann væri neinn veifiskati í
þeim efnum. Frá því er hann ritaði fyrst móti Jóni Sig-
urðssyni 1874 og þangað til eg vissi síðast til — eg efast
ekki um fram á síðustu stund — var grundvallarskoðun
hans í stjórnraálum íslands óbreytt. Eg er ekki að halda
því fram, að sú skoðun hafi verið rétt. Eg var henni
að sumu leyti afdráttarlaust andvígur. Eg bendi að eins
á, hver hún var, og að hann stóð við hana, á hverju sem
gekk. Stjórnmála-8jálfstæði landsins lá honum í litlu
rúmi. Þjóðræknari maður var ekki til en hann. Engum
gat verið annara um sóma ættjarðar sinnar og þjóðar en
honum. Það voru framfarir og hvers konar menning
þjóðarinnar, sem hann þráði. Honum fanst það eitthvað
fáránlegt, að bóndinn færi að setja upp »þá blóðrauðu
húfu* — hann, »sem býr æ við útigang, sléttar ei þúfu<,
eins og hann segir í Nýjársósk Fjallkonunnar. Hitt duld-
ist honum, hvað framfarirnar, sem hann bar fyrir brjósti,
voru nátengdar sjálfstæði landsins og hentugri stjórnar-
skipun. Og hvað sem söng i mönnum hér á landi í
stjórnmáladeilunum, þá var hann alt af jafn-mikill vinur
Dana, og það var nú eitthvað annað en að hann færi
leynt með það. Eg veit ekki, hvort eg hefi þekt mann,
aem hefir verið fjær því að láta nokkurn tíma stjórnast