Skírnir - 01.01.1921, Side 16
Skirnir]
Matthia* Jochnmsson.
9
en búast hefði mátt við, þar sem svo mikið djúp var
staðfest milli okkar — hann einn allra mesti andans mað-
ur þjóðarinnar, eg fávis og óþroskaður piltur í latínuskól-
anum. Síðari hlut þessara ára komst eg í nokkur rit
hinna nýju bókmenta, sem þau árin voru að ryðjast yfir
Norðurlönd eins og fljót í fossandi leysingu. Af þeim rit-
um, sem eg las þá, man eg bezt eftir »Det 19 Aarhund-
rede«, sem bræðurnir Brandes gáfu út, og »Höfuðstraum-
unum« eftir Georg Brandes. Eg hafði ekkert lesið áður,
sem mér fanst jafn-gáfulegt. — Mótstöðumátturinn var
enginn. Hið gamla varð að engu. Alt var orðið nýtt.
Eg hafði eiginlega engan annan en síra Matthias til
þess að tala við um öll þessi ósköp, sem eg fann vera
að streyma inn í sál mína. Og eg skildi ekki jafn-vel þá
og nú þá þéttings-mótspyrnu, sem eg varð var við hjá
honum gegn þessum merkilegu bókmentalegu nýjungum.
Eg held, að af öllum þeim straumum, sem á síra Matthíasi
skullu, hafi realistiski eða natúralistiski straumurinn náð
minstum tökum á honum. Og það þurfti mikið til að
standast þann straura, meðan hann var í algleymingi sín-
um á Norðurlöndum. Á dögum síra M. varð enginn bók-
mentastraumur jafn-sterkur þar. Svo mikið sem sira M.
tignaði Björnson, olli Björnson honum vonbrigða, þegar
hann var að fullu kominn inn i realismann. Ura Ibsen
tala eg nú ekki. Fyrri ritunum hans unni hann — þó
að honum fyndist ekki, að hann gæti ort góð kvæði.
Hann lagði jafnvel á sig það feikna-erfiði að leggja út
»Brand«. En það er áreiðanlegt, að hann langaði ekki
til þess, að síðari rit Ibsens kæmu mjög nærri sér.
Hann kannaðist auðvitað við það, að gífurlega mikið
af gáfum hefði látið berast með þessum straum. En hon-
um fanst ekki kenna jafn-mikið þar hinnar æðstu speki.
Honum fanst veruleg fegurð vera þar tiltölulega lítil. Og
mestu máli skifti það, að hann sá þar ekki morgunroða
annars heims, heyrði ekki hljóminn frá klukkum eilifð-
arinnar.
Þetta var síra M. aðalatriðið, þegar öllu var á botn-