Skírnir - 01.01.1921, Síða 17
10
Matthiai Jochumason.
[Skirnir
inn hvolft. Þrátt fyrir það, hve óvenjulega næmur hann
var á áhrif úr öllum hugsanlegum áttum, þrátt fyrir
óhemju urmul af alls konar efasemdum, og þrátt fyrir
hans takmarkalausa frjálslyndi og hleypidómaleysi gagn-
vart öllum skoðunum, var sál hans í raun og veru alt af
á verði — þegar hún hafði fengið ofurlitinn tíma til að
átta sig — gegn því, er gekk of nærri honum. Og trúin
á guð, trúin á hið góða i mönnunum og trúin á framhald
lífsins voru ekki að eins sannfæringaratriði hjá síra Matth.
Jochumssyni, heldur einhverjir sterkustu þættirnir i eðlis-
fari hans. Ef þessi trú hefði rýrnað — eg tala nú ekki
um ef hún hefði dáið, — þá hefði hann verið orðinn allur
annar maður. en hann var. Eg er ekki sannfærður um,
að eftir þá breytingu hefði hann getað lifað. Hitt er eg
sannfærður um, að þá hefði hann ekki getað ort.
Hið magnmikla frjáislyndi hans og hleypidómaleysi
verndaði sál hans frá því að láta nokkuru sinni leggja á
sig nokkurar viðjar kreddanna og eríikenninganna. Að
hinu leytinu var þessi lífsnauðsyn, sem trúin var honum.
Af þessu hvorutveggja stafaði það, að þegar spíritisminn
kom inn í líf síra Matthiasar Jochumssonar, þá olli hann
engri byltingu þar. Hann kom að eins sem staðfesting
á hinum heitustu óskum og hjartanlegustu vonum þessa
efagjarna og áhrifanæma, bjartsýna trúmanns.
Hvenær sem talað er um einhvern mann, er miklu
slept, ef heimilis hans er að engu getið. Eg er þess ekki
fullvís, að annar prófsteinn á sanngildi mannsins sé
áreiðanlegri en sá, hvernig honum tekst með heimilið
sitt — þegar ekki er um neinar undantekningar-ástæður
að tefla. Eg hygg, að sannarleg mentun mannsins og
hinir viðkvæmustu mannkostir verði hvergi reyndir betur
en þar.
Nokkur kynni hafði eg af heimili síra Matthíasar.
En eg er svo heppinn að geta flutt ykkur vitnisburð
þaðan, sem þekkingin á þeim efnum er margfalt meiri.
Dóttir síra Matthiasar, ungfrú Halldóra, heflr sýnt mér